31.10.13

Heja Norge!

Litríkt og fallegt heimili í Noregi. Spurning um að slá þessu upp í kæruleysi og setjast að í Noregi?

****

A lovely and colorful home in Norway. And it´s for sale if any of you are thinking about moving ;)










Photos from: Finn

Have a lovely evening!
m

29.10.13

Ég {hjarta}.....| I {heart}....

...Kahler vörurnar! Ótrúlega fallegir hlutir og margt sem kemst á óskalistann við að renna í gegnum síðuna hjá þeim. Kahler er rótgróið danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í leirmunum. Munir frá Kahler hafa áður komið við sögu hér á blogginu en þeir framleiða einmitt hina ofursvölu Omaggio vasa. Það sem er á óskalistanum núna eru hins vegar kertastjakar....en þessum flottheitum myndi ég glöð bjóða heim til mín :)

Kertastjaka línurnar sem heilla mig mest eru þessar þrjár; Avvento, Candelina og Cono. Sjáið ekki fyrir ykkur hvað það væri flott að eiga slatta af svona fínerí á borðstofuborðið?

Mæli með að þið kíkið inn á síðuna þeirra og skoðið sjálf...

****

...Kahler products! I already have a long list of things I would love to have..and this isn´t the first time I mention these products, I´ve had my eye on the Omaggio vases for some time now. And now my eyes have found new objects of affection; the candlesticks...I wouldn´t mind giving some of these beauties a new home :)

The candlesticks collections that I love the most are these three; Avvento, Candelina and Cono. Can´t you just picture a bunch of these lined up on the dining table?

Check the Kahler site out and see for yourself...


{Candelina}

{Avvento}
{Cono}

o&o
m

28.10.13

Two...is a magic number

Við erum orðnar tveggja ára! Það eru tvö ár síðan við byrjuðum að blogga og á þessum tveimur árum hefur lesendahópurinn heldur betur stækkað....takk fyrir að lesa, þið sem kíkið hér reglulega við :) Þið eruð kannski svoldið feimin við að skilja eftir spor en við vitum að þið erum þarna úti.

Og á svona gleðidögum er við hæfi að gleðja aðra. Við ætlum að gefa...í samstarfi við Skeggjann okkar...eitt stykki óróa að eigin vali.

Það eina sem þið þurfið að gera er að skrá nafnið ykkar undir á einum af þessum stöðum: undir þessa, færslu, undir mAs facebook færsluna eða undir Skeggja facebook færsluna.

Drögum á föstudaginn 1. nóvember - vertu með!

****

It´s our birthday! We have now been bloggin for two years and our little blog has grown quite a bit. Thank you for reading :)

Now we want to share our joy and give a mobile of your own choice from Skeggi...all you have to do is sign your name on one of these places: under this post, on mAs´s facebook page or on Skeggi´s facebook page.

You have until Friday to participate :)




Have a lovely evening!
mAs

25.10.13

Hrekkjavaka | Halloween

Hrekkjavakan er í næstu viku og án efa einhverjir sem halda hrekkjavökukpartý um þessa helgin eða þá næstu. Við höfum yfirleitt gert okkur eitthvað til gamans í tengslum við þennan dag og strákunum finnst sérlega gaman að setja heimilið í skelfilegan búning ;)

Hér kemur smá innblástur fyrir hrekkjavökuna....

****

Halloween is next week and this weekend or this next are perfect for throwing a Halloween party. We usually do something fun in relation to Halloween and the boys just love to give the house a creepy makeover ;)

Here is a little Halloween inspiration...


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
Happy Friday!
m

24.10.13

Ljós & skuggar | Light & shadows

Haustsólin skein svo fallega inn um gluggana mína og varpaði fallegum geislum hér inn. Ég bara varð að hlaupa einn hring með myndavélina :)

****

The Autumn sun was shining so beautifully and casting it's lovely rays into my house. I just had to grab the camera and catch the mood :)








Have a lovely day!
m

23.10.13

Ljóskur | Blondies


(english version below)

Ég bakaði þessar í vetrarfríinu með eldri syninum, hann stóð sig vel við að brytja niður súkkulaðið og mæla hitt og þetta. Mig var lengi búið að langa til að prufa til að baka svona ljóskur en þær eru nokkurskonar andsvar við brúnkur/brownies.

Þessi uppskrift kemur úr einni af mínum uppáhalds matreiðslubókum; One more slice eftir Leilu Lindholm.

Ljóskurnar komu vel út, þrátt fyrir smá breytingar...ég keypti óvart dökkan muscovado sykur í stað ljóss og ég ákvað að nota bara eina sítrónu í stað þriggja (þ.e. hýði af sítrónum).

Ljóskur
450 gr mjúkt smjör
2 dl sykur
3 dl ljós muscovadosykur
1 msk vanillusykur
Hýði af 3 sítrónum (rifið)
6 egg
7 1/2 dl hveitimjöl
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
300 g hvítt súkkulaði

Aðferð:
1. Stilltu ofninn á 175 gráður.
2. Hrærðu saman smjöri, sykri, muscovadosykri og vanillusykri þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þá sítrónuhýðinu og eggjunum (einu í einu) saman við.
3. Blandaðu hveiti, lyftidufti og salti varlega saman við.
4. Brytjaðu súkkulaðið ofan í blönduna.
5. Settu bökunarpappír í ofnskúffu og helltu blöndunni í.
6. Bakaðu í miðjum ofni í ca. 25 mínútur.
7. Láttu kökuna kólna og skerðu síðan í ferninga.




Eigið ljúfan dag
m

****

I tried this recipe in the winter break and my older son helped out with the baking. I had been wanting to try blondes for quite some time but never gotten around to it. This recipe comes from one of my favorite recipe books; One more slice by Leila Lindholm.

Blondies
450 g soft butter
2 dl sugar
3 dl light muscovadosugar
1 msk vanillasugar
The ??? of 3 lemons (torn up)*
6 eggs
7 1/2 dl wheat
1 tbsp baking powder
1tsp salt
300 g white chocolate

* must admit that I have no idea what the skin of the lemon is called, but that is what is used: the skin of 3 lemons, torn up. Sorry for the language problems ;)

Method
1. Heat the oven up to 175°c
2. Wisp together the butter, sugar, muscovadosugar and vanillasugar until soft and creamy. Add the "thingamobob";) from the lemons and the eggs, one at a time.
3. Add the wheat, baking powder and salt and mix well.
4. Chop the chocolate and add to the mix.
5. Pour the batter into a baking tray.
6. Bake in the middle of the oven for 25 min.
7. Let the cake cool down before cutting it into rectangles.

Enjoy your day
m



21.10.13

Vetrarfrí! | Winter break

Langþráð vetrarfrí í fullum gangi. Það er ekki bara ég, kennarinn, sem var orðin langeyg heldur líka litlu námsmennirnir mínir. Sá yngri spyr reglulega: er helgarfrí? Það er ekki það að honum leiðist í skólanum heldur finnst honum bara notalegt að þurfa ekki að rífa sig út á morgnana.

Vetrarfríið hófst á ferð í sumarbústað í góðum félagsskap. Yndislegt veður, göngutúrar, bíltúr og landslagið skoðað, pottaferðir...og eitthvað gott í gogginn.

Og nú heldur vetrarfríið áfram, í tvo daga til viðbótar...við kunnum sko alveg að meta þetta. Bræðurnir eru komnir í sófann, með teppi og uppáhalds myndin farin að rúlla (Beverly Hills Ninja). Síðar í dag verður jafnvel hent í köku og föndur...ef við nennum :)

****

Winter break in full swing and we were so ready for it. Not just me, the teacher, but the boys as well...the younger one had been asking almost every morning: Is it the weekend? And its not that he doesn´t like school...he just prefers staying at home.

Our break started with a trip to a cottage with our family. We had such beautiful weather...cold and bright and we enjoyed the outdoors as well as indoors, with something good to eat and a hot tub.

And now we continue our break, for two days and we are so enjoying it. The brothers were up early, headed straight for the couch and the favorite movie (Beverly Hills Ninja) started rolling. Later today we might bake a cake or do some crafts...if we feel like it ;)






Vona að þið eigið frábæran dag, hvort sem þið eruð í vetrarfríi eða í vinnunni :)

14.10.13

Flott barnaherbergi / Beautiful babies rooms

Eitt af því sem ég á örugglega seint eftir að fá nóg af er að skoða falleg hús og hönnun. Sérstaklega er ég veik fyrir barnaherbergjum, það fylgir því örugglega að vera með lítið kríll á heimilinu :). Það er til svo mikið af fallega innréttuðum barnaherbergjum að maður getur orðið alveg veikur.
Ég vildi bara að sólahringurinn væri aðeins lengri og ég aðeins fljótari í framkvæmdum svo ég gæti gert allt sem mig langar að gera.

*******

One of the things I will never get tired of is looking at beautiful homes and interior, and I am especially weak for childrens room and babies rooms. Probably because I have a little one at home. There are so many beautiful rooms to choose from and I just wish I had more time to do all the things I want to  do.

{source}
 
{source}
{source}
{source}
{source}


Hope you have wonderful day
Knús 
S

11.10.13

Bleikur dagur / Pink day

Í dag er okkar árlegi bleiki dagur um land allt til að sýna Krabbameinsfélaginu stuðning og því fannst okkur tilvalið að hafa mynd dagsins bleika.

**************

To day is pink day in all Iceland to show support with Krabbameinsfélag Íslands . There for we thought it would be  appropriate to have the photo of the day pink



Enjoy your day
Knús 
S

10.10.13

Bleikur október | Pink October

Það hefur alltaf verið markmið okkar með Skeggja að geta látið gott af okkur leiða og nú látum við það loks rætast. Við leggjum Bleiku slaufunni lið með því að búa til og selja bleika ugluóróa sem eru unnir sérstaklega fyrir þetta átak. Okkur þykja þeir agalega krúttlegir og þegar við sátum við framleiðsluna vorum við með tvær kærar frænkur okkar í huga. Þær létust báðar fyrir aldur fram af völdum brjóstakrabbameins og þó okkar framlag sé kannski smátt miðað við stærri fyrirtæki þykir okkur samt gott að geta gert eitthvað :)

Bleiku ugluóróana er hægt að kaupa á Skeggi.is og í Krabbameinsfélaginu, Skógarhlíð 8.

****

It has always been a goal of ours, with our little company, Skeggi, to do some charity work. Now we have finally made that happen. We made these pink owl mobiles specially for the Cancer Organisation, the Pink Bow and we are donating all the profits to them. While making these cuties our minds wandered to two loved ones that passed away way to young and although our donation might not be the biggest one we are very happy to be doing something :)

The pinke owl mobiles are sold in our webshop, Skeggi, and at the Cancer Organisation in Skógarhlíð 8.




Enjoy your evening :)
m

9.10.13

Saumalota | Sewing session

Við erum búnar að vera ansi duglegar í framleiðslunni síðustu daga og margt spennandi að gerast. Anton eru búinn að vera lengi á teikniborðinu og loksins varð hann að veruleika. Við saumuðum reyndar svipaðan gaur fyrir einn af ungunum okkar en þetta er betrumbætt útgáfa og okkur finnst hann bara svoldið krútt! Anton er fyrsti karakterinn í sirkuslínu sem við erum að hanna og næst á dagskrá er loftfimleikapar...spennandi!

Og til gamans má geta að Anton er til sölu á Skeggi og í Fiðrildinu-Beroma :)

****

We have been rather busy these last days, sewing and producing. Anton has been in the pipes for quite some time, ever since we made one for one of our kids, and this is an updated version...and we think he is rather cute! He is the first in a cirkusline we are designing and next up will be an acrobatic pair :)






Enjoy your day!
m

8.10.13

Yndislegar stofur / Happy living room

Ég veit að ég á að vera á fullu að gera eldhúsið hlýlegt og taka myndir en auðvitað get ég aldrei gert það sem ég á að gera. Í stað þess að klára bara eldhúsið er ég farin að láta mig dreyma um að breyta til í stofunni hjá mér...og eins og vanalega er ég búin að finna fullt af fallegum stofum sem mig langar í :)

*************

I know I should be busy finishing my kitchen make-over, but as usual I can't do what I should. So in stead I´m dreaming about doing some changes in my living room :) And here are some inspirational living rooms to dream about :)

{source}

{source}


{source}

{source}

{source}


{source}

Enjoy your day
Knús
S

7.10.13

Á höttunum...| On the hunt...

Ég er á höttunum eftir flottri tímaritahirslu. Ég kaupi mér (alltof) oft tímarit, Bolig og Bolig Liv eru svolítið uppáhalds, og það er eiginlega kominn myndarlegur stafli í stofuna mína. Svo tími ég auðvitað ekki að henda þessum fínu blöðum þar sem hægt er að fletta þeim aftur og aftur ;) Þannig að nú er bara málið að finna flotta hirslu og það er greinilega nóg til af þeim...

****

I am on the hunt for a cool magazine holder. I often buy magazines, Bolig and Bolig Liv are my favorites, so there is a bit of a magazine mountain piling up in my livingroom. And these magazines have a long lifetime, you can go through them again and again, so I rarely toss them out. So now I just have to find the perfect magazine holder and by the looks of this there is no shortage of cool ones....

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Enjoy your day!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...