21.10.13

Vetrarfrí! | Winter break

Langþráð vetrarfrí í fullum gangi. Það er ekki bara ég, kennarinn, sem var orðin langeyg heldur líka litlu námsmennirnir mínir. Sá yngri spyr reglulega: er helgarfrí? Það er ekki það að honum leiðist í skólanum heldur finnst honum bara notalegt að þurfa ekki að rífa sig út á morgnana.

Vetrarfríið hófst á ferð í sumarbústað í góðum félagsskap. Yndislegt veður, göngutúrar, bíltúr og landslagið skoðað, pottaferðir...og eitthvað gott í gogginn.

Og nú heldur vetrarfríið áfram, í tvo daga til viðbótar...við kunnum sko alveg að meta þetta. Bræðurnir eru komnir í sófann, með teppi og uppáhalds myndin farin að rúlla (Beverly Hills Ninja). Síðar í dag verður jafnvel hent í köku og föndur...ef við nennum :)

****

Winter break in full swing and we were so ready for it. Not just me, the teacher, but the boys as well...the younger one had been asking almost every morning: Is it the weekend? And its not that he doesn´t like school...he just prefers staying at home.

Our break started with a trip to a cottage with our family. We had such beautiful weather...cold and bright and we enjoyed the outdoors as well as indoors, with something good to eat and a hot tub.

And now we continue our break, for two days and we are so enjoying it. The brothers were up early, headed straight for the couch and the favorite movie (Beverly Hills Ninja) started rolling. Later today we might bake a cake or do some crafts...if we feel like it ;)






Vona að þið eigið frábæran dag, hvort sem þið eruð í vetrarfríi eða í vinnunni :)

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...