23.10.13

Ljóskur | Blondies


(english version below)

Ég bakaði þessar í vetrarfríinu með eldri syninum, hann stóð sig vel við að brytja niður súkkulaðið og mæla hitt og þetta. Mig var lengi búið að langa til að prufa til að baka svona ljóskur en þær eru nokkurskonar andsvar við brúnkur/brownies.

Þessi uppskrift kemur úr einni af mínum uppáhalds matreiðslubókum; One more slice eftir Leilu Lindholm.

Ljóskurnar komu vel út, þrátt fyrir smá breytingar...ég keypti óvart dökkan muscovado sykur í stað ljóss og ég ákvað að nota bara eina sítrónu í stað þriggja (þ.e. hýði af sítrónum).

Ljóskur
450 gr mjúkt smjör
2 dl sykur
3 dl ljós muscovadosykur
1 msk vanillusykur
Hýði af 3 sítrónum (rifið)
6 egg
7 1/2 dl hveitimjöl
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
300 g hvítt súkkulaði

Aðferð:
1. Stilltu ofninn á 175 gráður.
2. Hrærðu saman smjöri, sykri, muscovadosykri og vanillusykri þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þá sítrónuhýðinu og eggjunum (einu í einu) saman við.
3. Blandaðu hveiti, lyftidufti og salti varlega saman við.
4. Brytjaðu súkkulaðið ofan í blönduna.
5. Settu bökunarpappír í ofnskúffu og helltu blöndunni í.
6. Bakaðu í miðjum ofni í ca. 25 mínútur.
7. Láttu kökuna kólna og skerðu síðan í ferninga.




Eigið ljúfan dag
m

****

I tried this recipe in the winter break and my older son helped out with the baking. I had been wanting to try blondes for quite some time but never gotten around to it. This recipe comes from one of my favorite recipe books; One more slice by Leila Lindholm.

Blondies
450 g soft butter
2 dl sugar
3 dl light muscovadosugar
1 msk vanillasugar
The ??? of 3 lemons (torn up)*
6 eggs
7 1/2 dl wheat
1 tbsp baking powder
1tsp salt
300 g white chocolate

* must admit that I have no idea what the skin of the lemon is called, but that is what is used: the skin of 3 lemons, torn up. Sorry for the language problems ;)

Method
1. Heat the oven up to 175°c
2. Wisp together the butter, sugar, muscovadosugar and vanillasugar until soft and creamy. Add the "thingamobob";) from the lemons and the eggs, one at a time.
3. Add the wheat, baking powder and salt and mix well.
4. Chop the chocolate and add to the mix.
5. Pour the batter into a baking tray.
6. Bake in the middle of the oven for 25 min.
7. Let the cake cool down before cutting it into rectangles.

Enjoy your day
m



No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...