8.4.13

Kíkt í búð | Downtown shopping

Við systurnar, ásamt móður okkar, röltum niður í bæ einn góðan veðurdag í síðustu viku. Veðrið var yndislegt, vor í loftinu og borgin iðaði af lífi. Eins og lög gera ráð fyrir rekur maður nú nefið inn í nokkrar búðir á svona bæjartölti og ein af þeim sem við kíktum í var Aurum í Bankastræti.

Það kannast nú án efa margir við Aurum skartgripina en vita kannski ekki að Aurum er einnig lífstílsbúð sem selur skemmtilegar vörur af ýmsu tagi. Þarna má t.d. finna vörur frá Donna Wilson, Mini Labo, Isaak, ásamt fullt af flottri íslenskri hönnun. Þegar við systur vorum búnar að taka nokkur andköf yfir flottheitunum ákváðum við að fá leyfi til að munda myndavélina...sem við fengum :)

****
On a beautiful sunny day last week we strolled downtown with our mother, to peek into some stores and have some café. The weather was lovely and Spring was in the air...and of course we browsed a shop or two. One of the stores, Aurum, fascinated us and we just had to pull out our camera to share all the loveliness with you. They are mainly known for their wonderful jewellery designed by Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir but they also have a variety of wonderful products from designers and brands from all over the world such as Donna Wilson, Mini Labo, Isaak, as well as products from Icelandic designers.
Kíkið við næst þegar þið strollið í bæinn! | Check them out if you happen to be in downtown Reykjavík :)
mAs


1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...