7.4.13

Bakað á sunnudegi | Sunday baking

Segir ekki gamalt máltæki "sunnudagur til sælu?  Hvað er svo sem meira sæla en fá sér nýbakaða súkkulaðiköku með sunnudagskaffinu. Ég bakaði í tilefni dagsins súkkulaðiköku frá Eldhússögur úr Kleifarselinu, frábært matarblogg, fallegt og þægilega uppsett. Þessi kaka kallast besta skúffukakan, sjá uppskrift hérna en ég set hana reyndar í tvö kringlótt form, því mér finnst skemmtilegra að bera þær fram svoleiðis :)

Þetta er í þriðja sinn sem ég baka þessa köku og þetta er eina súkkulaðikakan sem ég hef bakað sem klárast samdægurs. Ég held að það hljóti að segja eitthvað til um ágæti þessarar uppskriftar. Ég geri reyndar örlitlar breytingar á kreminu; ég set 100 gr af bræddu suðusúkkulaði og smá rjómaslettu út í kremið en minnka kakómagnið í staðinn um helming en það er bara smekksatrið hvernig maður vill hafa kremið sitt :)

*********************
"Sunday for happiness" says an old Icelandic saying and what makes you more happiness than eating a new baked cake :) So today I dediced to do some baking, this recipe is from Eldhússögur úr Kleifarselinu which is a great food blog that I like very much; it is cute and easy to use. This cake is called "The best chocolate cake" and the recipe you can find here: I made small changes in the frosting by adding 100 gr dark chocolate and a bit of cream and reduced the cocoa by a half, just to make it more my way :)


Svona leit kakan fyrst út / First the cake looked like this

Svo bjó ég til örlítið meira krem :) / Then I made litle bit more frosting :)Enjoy your day
Knús
S

2 comments:

  1. Já, uppskriftabloggið hennar Drafnar er sko flott, ég hef prófað margt gott frá henni! Eigum við annars eitthvað að ræða hvað þessi kaka er girnileg!?!

    ReplyDelete
  2. Ég man mamma eða frænka Maria gera eftirrétt sem var eins og þunnar pönnukökur með hlaup inni. Veistu þetta fat? Ég held að það kom frá heimili.

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...