12.4.13

Feng shui

Á mínu heimili eru föstudagar með fastadagskrá, það er byrjað á tiltekt, svo er farið að versla, kvöldmatur er nánast alltaf pizza svo um kvöldið er kósý kvöld með góðri mynd og snakki (hjá börnunum, þeim finnst það alveg ómissandi ). Núna á ég semsagt að vera að taka til en eins og svo oft áður þá gleymir maður sér aðeins og finn ýmislegt annað að gera :). Ég hef lengi verið hrifin af Feng shui spekinni, finnst mjög margt athyglisvert og skemmtilegt að finna þar.  Eins og Feng shui reglurnar þær eiga að mér finnst heima inn á hvað heimili sem er, eru hálfgerðar þrifa reglur.

Myndir frá Ranvitas BlogRanvitas Blog

Feng shui reglur fyrir heimilið:
 • Lofta út
 • Heilbrigð blóm, þau hreinsa og gefa orku
 • Halda hreinu
 • Lifandi eldur
 • Spila tónlist sem gleður þig
 • Búa um rúmið
 • Pússa gluggana
 • Taka til, það gefur pláss og yfirsýn
 • Flokka hluti
 • Loka klósettsetunni
 • Ekki hafa neitt bak við dyr
 • Klára verkefni og vera tilbúin að byrja ný
 • Hafa ekkert ofan á skápum
 • Hafa bara hluti á heimilnu sem þér þykir vænt um og /hafa þýðingu fyrir þig
 • Hafa ekkert undir rúmum
 • Hafa góða lýsingu
Þetta eru nú ekki flóknar reglur og skemmtilegt að skoða þær. Nokkrar af þeim á ég þó erfitt með eins og er, t.d. að hafa ekkert undir rúminu og ekkert bak við hurðar, það bara hentar mér og mínu heimili ekki eins og er allavegna :).

Ranvitas Blog


{source}

Enjoy your weekend
Knús
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...