23.9.13

Skrímslastuð | Monster fun

Júníorinn og ég eyddum stórum parti af sunnudeginum ein heima; eldri sonurinn fór í leikhús og pabbinn var að vinna. Eftir að hafa eytt lunganum af deginum í eldhúsinu (við bakstur sem mistókst) ákvað múttan að gera eitthvað skemmtilegt með unganum.

Við bjuggum okkur til skrímslamunna og skemmtum okkur vel. Afskaplega einföld og ódýr afþreying, eina sem þú þarft er þykkur pappír, tússlitir, skæri, límband og grillpinnar (örugglega fínt að nota íspinnaprik eða tunguspaða...ef þú lumar á slíku) ogekki gleyma ímyndunaraflinu ;)

Fyrst bjuggum við til form fyrir munnana og við gerðum tvær stærðir. Því næst klippti mamman þetta út og unginn byrjaði að tússlita. Hann var með miklar pælingar um hvernig munnar þetta væru og að þetta bleika væri úfurinn ;)  Þegar búið er að tússa og skreyta er bara að líma grillpinnann á og byrja að skemmta sér.

****

A fun project that I did with my little junior on Sunday. We were home alone since the daddy was working and the older son was invited to the theater. So after spending a big part of the day in the kitchen baking (and failing at that) I decided to have some fun with the young one. We made some monster mouths and its is a simple and cheap activitiy. All you need is a heavy weight paper, scissors, colours, tape and some barbeque sticks....oh yeah and your imagination ;)

First we made the shapes for the mouths, cut it out and then we drew and coloured. He was really into to it and made two mouths by himself. After you´ve coloured the mouths just tape the sticks to the back and start having fun.



Have a nice Monday!
m

3 comments:

  1. skemmtilegir skrímslamunnar :)

    kv. Bakkafrúin

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ójá þeir eru það, mæli með þessu fyrir hressa gaura :)

      Delete
    2. This comment has been removed by the author.

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...