30.7.13

Innlit | A visit

Við systur kíktum við á snyrtistofunni Mizú í dag. Tilgangurinn var tvíþættur í þetta sinn; að sjæna okkur til fyrir verslunarmannahelgina og að kíkja á pappírsdúskana sem við gerðum um daginn.

Mizú er frábær snyrtistofa í hjarta borgarinnar sem býður upp á fjölbreytta þjónustu; ýmsar snyrtimeðferðir, nudd, varanlega tattúveringu og ýmislegt fleira. Yngri syni mínum fannst sko ekki leiðinlegt að "þurfa" að koma með mömmsu í snyrtinguna....það var nefnilega til blátt naglalakk þarna og blár er jú uppáhalds liturinn ;) Ekki má heldur gleyma fiskabúrinu eða vatnsveggnum, spennandi fyrir fimm ára menn...og mamman og frænkan létu dekra við sig á meðan.

 ****

We went to a beauty parlor today, Mizú. The purpose of our visit was to take a look at the pom poms we were making for them, see how they turned out, and also to make ourselves a bit more presentable ;) My younger son had to come with his mommy and that could have been a bit troublesome; to have to wait while his mother and his aunt were treated. But he was quite happy with this visit as it turned out they had blue nailpolish, a fish tank and a waterwall...what more do you need to keep you entertained?





Mælum með því að þið kíkið á Mizú...hvort sem ykkur langar í blátt naglalakk eða bara að sjæna ykkur til fyrir ferðalagið ;)

mAs

2 comments:

  1. ó mæ ó mæ...............Haukurinn er algjörlega pró í þessu. Dásemdar gullið

    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hehehe já hann kann þetta sko alveg og var mjög ánægður með þjónustuna. Borgaði meira að segja heilar 35 krónur fyrir! Ég er samt ekki viss um að aðrir fái svona góðan díl ;)

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...