10.7.13

Sá ég spóa....

Ég var stödd á Ísafirði um daginn og var svo heppin að rekast á listamann sem var að selja tálguðu fuglana sína. Hann heitir Jón Ólafsson, er frá Hólmavík og var að koma með vörur í Vestfirsku búðina. Við vorum svo heppinn að mega versla beint af honum (sem kom aðeins betur út fyrir budduna okkar ;) og sáum því bílinn hans...fullan af kössum með aragrúa af fuglum. Jón tálgar fuglana og málar og þeir eru afskaplega fallegir. Ef þið eigið leið um Hólmavík mæli ég með því að þið leitið hann uppi, skilst að hann sé oft að selja fuglana sína við Kaupfélagið þar í bæ.

****
On my trip to the west I came across a local artist, well actually he was from a town called Hólmavík but I met him in Ísafjörður. He was bringing his birds to a store in Ísafjörður and invited us to come with him to the car where he kept all of his birds (and they are quite a bunch). We bought some of these lovelies and they are so cute and at a very reasonable price if you buy directly from the artist. So if you happen to be near Hólmavík I recommend you try to find him at check his birds out, I understand that he sells them in front of the local store there.Eigið góðan dag | Enjoy your day
m

5 comments:

 1. þetta er fegurð

  Bakkafrúin

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ójá þetta eru ótrúlega fallegir gripir :)

   Delete
 2. vá, æðislegir, Straumöndin og Tjaldurinn eru uppáhalds! Koma rosalega vel út í glugganum :-)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já þar er ég sammála, er sérstaklega skotin í Tjaldinum :)

   Delete
 3. þeir er mjög flottir hjá honum, kannski að maður fari einhverntíman vestur aftur:)
  Sif

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...