14.7.13

Markaðsstemmning | Marketfun

Það fer ekki mikið fyrir mörkuðum hér á landi, þ.e. flóamörkuðum og skottmörkuðum, en einn og einn dettur inn hér og þar og þá helst yfir sumarið. Þetta er eitthvað sem mætti breyta því það getur verið mikil stemmning að rápa á svona mörkuðum og reyna að gera góð kaup. Margir reyna til dæmis alltaf að finna flóamarkaði þegar þeir fara til útlanda og þar eru markaðarnir margir orðnir rótgrónir.

Við höfðum af því veður í gær að í bílakjallara Fjarðarins í Hafnarfirði væri skottsala og einnig rákust við á auglýsingu á Facebook um flóamarkað í Dalshrauni...svo við fórum auðvitað á stjá :)

Á skottsölunni var hægt að gera góð kaup og þar voru margir seljendur...það vantaði hins vegar svoldið meira af kaupendunum enda var salan svo sem ekki vel auglýst. Við fengum fínt hjól fyrir yngri strákinn á 3500, gamla Atlas bók (sem verður nýtt í Skeggja vörur) og sitt hvað fleira. Þar var mikið af barnafötum sem seld voru á slikk og hægt að gera góð kaup þar. Á flóamarkaðnum í Dalshrauni fundum við líka sitt hvað. Þar voru föt, hellingur af bókum, mikið magn af vínyl plötum og sitt hvað af gömlum gersemum...þ.á.m. dásamlegir antík kertastjakar sem fengu að koma heim með mér og verða spreyjaðir innan skamms...þeir kostuðu litlar 1000 krónur.

Við enduðum svo túrinn á því að kíkja í Kolaportið og þar má eflaust gera góð kaup...ef maður nennir að grammsa ;)

Leyfi hér nokkrum myndum frá Dalshrauninu að fljóta með en gleymdi því miður að taka myndir á skottsölunni.

****

Fleamarkets and carbootsales are a rare thing here in Iceland so when we heard of two markets yesterday we just had to go and check them out. It is always fun to browse through such markets and perhaps make a bargain :)


Endilega skellið ykkur á markað næst þegar þið fréttið af slíkum, það væri gaman ef þeir næðu að festa sig betur í sessi. Og ef þið vitið af markaði megið þið endilega senda okkur línu :)
Eigið góðan dag!
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...