28.11.12

Innlit | Visit

Þá er komið að fyrsta innlitinu okkar hér á mAs-inu en vinkona mín, Kristín Skjaldardóttir, var svo góð að leyfa mér að deila myndum frá jólastemmningunni í húsinu hennar. Ég verð nú bara að segja að þessar myndir komu mér í stuð til að fara að gera jólalegt hjá mér :)

Ég er afskaplega hrifin af desember dagatalinu hennar Kristínar en þar hefur hún safnað saman allskyns krukkum. Sumar koma m.a. Söstrene Grene en einnig notar hún tilfallandi krukkur frá heimilinu. Þær eru svo skreyttar með stöfum og borðum frá Föndurloftinu. Hugmyndin er að kveikja á kerti fyrir hvern dag í desember og telja þannig niður til jóla. Get rétt svo ímyndað mér hversu fallegt þetta verður á Aðfangadag. Blái glefuglinn sem vakir svo yfir öllu saman er eftir færeysku listakonuna Mikkalina og er keyptur í Færeyjum.

Arininn á heimilinu gefur afskaplega kósí stemmningu og ég verð að segja að mig dauðlangar í einn slíkan...spurning um að fara að huga að plássi fyrir hann ;) Arininn er fyrir sérstakar eld-dósir sem gefa réttu stemmninguna, með snarki og alles. Þó er líka hægt að hafa kerti í honum og kemur það líka einstaklega vel út. Aðventukertaglösin á arinhillunni koma úr Krónunni en jólaflaskan er frá Holmegaard. Og að sjálfsögðu þarf að hengja jólasokk á arinn! Prinsinn á heimilinu á þennan og er búinn að eiga hann síðan hann var tveggja ára.

Eldhúsglugginn hennar Kristínar er alltaf mjög fallegur en hann fékk líka jólayfirhalningu. Stönginn geymir marga fallega hluti sem hafa safnast í gegnum árin. Sniðug leið til að sýna alla hjartfólgnu hlutina :)

Takk fyrir að leyfa okkur að kíkja inn Kristín!

****

A friend of mine invites us to take a peek inside her lovely home as it gets ready for christmas. Notice the brilliant idea of counting the days until christmas by using jars in all shapes and sizes, numbering them and decorating and then lighting a candle for each day in December. It is going to look wonderful on the 24th of December :)




Er ekki kominn tími til að byrja bara að skreyta? Eða eruð þið kannski byrjuð? | Isn´t time to start decorating? Or have you already started?

Have a lovely day
M

p.s. munið eftir gjafaleiknum okkar á facebook síðu Skeggja, dregið á fimmtudaginn!

1 comment:

  1. Ég þarf greinilega að æfa mig betur í myndatökunu, hræðilegt að sjá allar myndirnar svona skakkar......

    flott blogg að vanda
    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...