29.11.12

Brauðhorn með smurost

Það er fátt notalegra í skemmdeginu en hlusta á góða tónlist og baka og ekki er verra að hafa smá jólastemmingu líka. Í dag bakaði ég yndisleg brauðhorn með smurost fyllingu. Mér finnst mjög gaman að baka úr gerdeigi, sérstaklega eftir að það fór að ganga svona vel að fá deigið til að hefast. Það sem virkar best fyrir mig er að hita vökvan, mér finnst best að nota bara mjólk eða blanda saman mjólk og vatni, setja gerið út í og sykurinn, það er algert lykilatriði og bíða svo þar til það fer að freyða. Ef það freyðir þá er það nánast öruggt að deigið lyftir sér vel. Ég passa alltaf mjög vel upp á að setja salt síðast í deigið, því salt skemmir fyrir gerinu.



Uppskriftin sem ég notaði í dag er þessi.

100 gr. smjör
900 gr. hveiti
 2  msk. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 lítri mjólk
1 pakki þurrger eða 2 1/2 tsk
Mjólk til að pensla með og fræ t.d. sesam (ef vill)
Fylling:
 1 pakki skinkumyrj, paprikuostur eða bara hvað ostur sem þér finnst bestur.

Blandið saman hveiti, sykri og myljið smjörið út í. Hitið mjólkina rétt volga ca. 28 gráður og leysið gerið upp í henni,þar til freyðir: Hellið mjólkinni saman við þurrefnin og hnoðið létt og setjið þá saltið út í og hnoið létt.. Látið lyfta sér í 40- 60  mín.  Skiptið deginu í fimmm hluta. Hvern hluta á að fletja út í hring og skipta í 8 hluta (alveg eins og gert er með pizzur) setja ca. 1/2 - 1 tsk af skinkumyrju á hvern hluta og rúlla upp í horn. Pensla með mjólk og strá fræum ofan á (má sleppa). Bakist við 200 gráða hita þangað til hornin eru orðin ljósbrún (ca 10 mín)
Uppskriftin dugar í ca. 40 horn.

Nótið  knús og kram
S

2 comments:

  1. Halló,
    ég vann snyrtibuddu í leiknum hjá ykkur um daginn. Mig langar til að þakka kærlega fyrir sendinguna, ég fékk pakkann sl. föstudag, sem var afmælisdagurinn minn. Svo þar með var þetta líka auka afmælisgjöf :) Mjög skemmtilegt!
    Gangi ykkur vel með netbúðina ykkar.
    Kveðja,
    Þorbjörg Gunn.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir Þorbjörg :)
      En gaman að heyra að hún hafi skilað sér á afmælisdaginn og til hamingju með afmælið um daginn :)

      Bestu kveðjur
      Margrét

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...