10.11.12

Feðradagurinn / Father´s day
Feðradagurinn hefur oft farið framhjá mér, án þess að ég hafi haft hugmynd um hann. Þetta ár ákvað ég að forvitnast aðeins um hann, fannst það leika eitthvað á lausu hvaða dag í nóvember hann væri. Ég kíkti á spjall á Bland.is og þar voru einhverjir sem héldu því fram að hann væri 9. nóvember og eins var spallað þar um hvort þetta væri fundið upp af kaupmönnum eins og t.d. Valentínusardagurinn. Til að fá þetta á hreint fór ég í smá netvafr og fann þetta út: Feðradagurinn er nú haldin á Íslandi í sjöunda sinn, en hann var haldinn fyrsta sinn 2006, þá var ákveðið að við skyldum fagna feðradegi annan sunnudag í nóvember. Feðradagurinn er skráður í Almanak Hákóla Íslands. Þess má til gamans geta að mæðradagurinn hefur verið í okkar almanaki síðan 1934 og ber uppá annan sunnudag í maí. Þannig að hvað mig varðar er þessi dagur kærkomin og um að gera að gera sér smá daga mun og gleðja pabbana. Ég er mest á því að gera það með góðum morgunmat, lofa pabba að sofa út og svo er alltaf gaman þegar börnin búa til listaverk handa pabba sínum. Sjálf hallast ég mest á það að baka eitthvað gott handa pabba gamla og færa honum í tilefni dagsins.
****

In Iceland we have had special Father´s day since 2006 and it is every year the second sunday in November. We have had Mothers day since 1934 so I think it was time to give our father a special day as well. I recommend doing something speical this day like allowing the fathers to sleep out, give them breakfast in bed and for the children to do some crafts for their father. Here are some cute ideas:
source


source


source
Eigið yndislegan feðradag
Knús og kram
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...