30.11.12

Gjafapökkunar hugmyndir / gift wrapping ideas

Nú þegar senn líður að einum mesta gjafa tíma ársins, þá er skemmtilegt að skoða hugmyndir  af gjafa innpökkun. Ég hef verið mjög fastheldin á gamlar hefðir í þeim málum, ástam því að vera ofast á seinusu stundum með innpökkunina fyir jólin. Mér  finnst mjög gaman að fá fallega innpakkaða gjöf sem greinilega hefur verið nostrað við. Svo í ár er það ætlun mín að njóta þess að pakka inn jólagjöfunum og dúlla mér við það.

Hér eru myndir af nokkrum fallegum pökkum, svo hef ég verið dugleg að safna að mér hugmynum á pintrest síðunni minni svo endilega kýkið þar líka.


Now when Christmas is near it is good time to search for good gift wrapping idas. Here are some ideas I like. To se more go to my pintrest.

 source 1 & 2



source 1, 2, 3 & 4

source 5 & 6

source 7 & 8

Knús og kram
S

29.11.12

Brauðhorn með smurost

Það er fátt notalegra í skemmdeginu en hlusta á góða tónlist og baka og ekki er verra að hafa smá jólastemmingu líka. Í dag bakaði ég yndisleg brauðhorn með smurost fyllingu. Mér finnst mjög gaman að baka úr gerdeigi, sérstaklega eftir að það fór að ganga svona vel að fá deigið til að hefast. Það sem virkar best fyrir mig er að hita vökvan, mér finnst best að nota bara mjólk eða blanda saman mjólk og vatni, setja gerið út í og sykurinn, það er algert lykilatriði og bíða svo þar til það fer að freyða. Ef það freyðir þá er það nánast öruggt að deigið lyftir sér vel. Ég passa alltaf mjög vel upp á að setja salt síðast í deigið, því salt skemmir fyrir gerinu.



Uppskriftin sem ég notaði í dag er þessi.

100 gr. smjör
900 gr. hveiti
 2  msk. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 lítri mjólk
1 pakki þurrger eða 2 1/2 tsk
Mjólk til að pensla með og fræ t.d. sesam (ef vill)
Fylling:
 1 pakki skinkumyrj, paprikuostur eða bara hvað ostur sem þér finnst bestur.

Blandið saman hveiti, sykri og myljið smjörið út í. Hitið mjólkina rétt volga ca. 28 gráður og leysið gerið upp í henni,þar til freyðir: Hellið mjólkinni saman við þurrefnin og hnoðið létt og setjið þá saltið út í og hnoið létt.. Látið lyfta sér í 40- 60  mín.  Skiptið deginu í fimmm hluta. Hvern hluta á að fletja út í hring og skipta í 8 hluta (alveg eins og gert er með pizzur) setja ca. 1/2 - 1 tsk af skinkumyrju á hvern hluta og rúlla upp í horn. Pensla með mjólk og strá fræum ofan á (má sleppa). Bakist við 200 gráða hita þangað til hornin eru orðin ljósbrún (ca 10 mín)
Uppskriftin dugar í ca. 40 horn.

Nótið  knús og kram
S

28.11.12

Innlit | Visit

Þá er komið að fyrsta innlitinu okkar hér á mAs-inu en vinkona mín, Kristín Skjaldardóttir, var svo góð að leyfa mér að deila myndum frá jólastemmningunni í húsinu hennar. Ég verð nú bara að segja að þessar myndir komu mér í stuð til að fara að gera jólalegt hjá mér :)

Ég er afskaplega hrifin af desember dagatalinu hennar Kristínar en þar hefur hún safnað saman allskyns krukkum. Sumar koma m.a. Söstrene Grene en einnig notar hún tilfallandi krukkur frá heimilinu. Þær eru svo skreyttar með stöfum og borðum frá Föndurloftinu. Hugmyndin er að kveikja á kerti fyrir hvern dag í desember og telja þannig niður til jóla. Get rétt svo ímyndað mér hversu fallegt þetta verður á Aðfangadag. Blái glefuglinn sem vakir svo yfir öllu saman er eftir færeysku listakonuna Mikkalina og er keyptur í Færeyjum.

Arininn á heimilinu gefur afskaplega kósí stemmningu og ég verð að segja að mig dauðlangar í einn slíkan...spurning um að fara að huga að plássi fyrir hann ;) Arininn er fyrir sérstakar eld-dósir sem gefa réttu stemmninguna, með snarki og alles. Þó er líka hægt að hafa kerti í honum og kemur það líka einstaklega vel út. Aðventukertaglösin á arinhillunni koma úr Krónunni en jólaflaskan er frá Holmegaard. Og að sjálfsögðu þarf að hengja jólasokk á arinn! Prinsinn á heimilinu á þennan og er búinn að eiga hann síðan hann var tveggja ára.

Eldhúsglugginn hennar Kristínar er alltaf mjög fallegur en hann fékk líka jólayfirhalningu. Stönginn geymir marga fallega hluti sem hafa safnast í gegnum árin. Sniðug leið til að sýna alla hjartfólgnu hlutina :)

Takk fyrir að leyfa okkur að kíkja inn Kristín!

****

A friend of mine invites us to take a peek inside her lovely home as it gets ready for christmas. Notice the brilliant idea of counting the days until christmas by using jars in all shapes and sizes, numbering them and decorating and then lighting a candle for each day in December. It is going to look wonderful on the 24th of December :)




Er ekki kominn tími til að byrja bara að skreyta? Eða eruð þið kannski byrjuð? | Isn´t time to start decorating? Or have you already started?

Have a lovely day
M

p.s. munið eftir gjafaleiknum okkar á facebook síðu Skeggja, dregið á fimmtudaginn!

26.11.12

Gjafagleði á Skeggi.is | Give-away at Skeggi.is

Skeggi er svo glaður að vera fæddur að hann ætlar að gefa eitt stykki hreindýrakertastjaka. Hreindýrakertastjakinn hentar sérstaklega vel sem aðventukertastjaki...og það er ekki seinna að fá sér einn slíkan þar sem fyrsti sunnudagur í aðventu er á næsta sunnudag. Kíktu á facebook síðu Skeggja til að fá nánari upplýsingar :)

****

In pure happiness of being born Skeggi is going to give a reindeer candle holder. These candle holders work nicely as an Advent candle holder. Check out the facebook page for Skeggi for more info.






Have a lovely day!
mAs

25.11.12

Skeggi fæðist | Birth of Skeggi

Þá er litla vefverslunin okkar komin í loftið...er búin að eiga hug okkar allan síðustu daga og við erum ægilega stoltar :) Við eigum eftir að bæta við vöruúrvalið á næstu dögum og vonandi að taka inn spennandi hluti frá flottu handverskfólki.

Skeggi.is mun aðallega selja handunna íslenska hluti en hver veit nema eitthvað útlenskt detti inn líka.

****

Our little webshop, Skeggi.is,  is in the air and we are awfully proud. It has taken a bit of our time lately but as usually when your doing something you are passionate about it is a purely enjoyable time consumption ;) We will be adding to our products in the next days and our main focus is on handmade Icelandic products but something foreign might also pop up now and again.


{Some of our products at Skeggi.is}

Hope you´ve had a lovely weekend :)
mAs


21.11.12

Spennandi tímar | Exciting times

Við getum varla hamið okkur úr spenningi og ákváðum að deila með ykkur hvað við höfum verið að sýsla undanfarið. mAs systurnar ætla sum sé að opna vefbúðina Skeggi.is um næstu helgi og ætlunin er að selja ýmislegt fallegt handunnið...af okkur og öðrum.

Meðal annars verðum við með fallega skartgripi frá Spáni, handunna af ungri konu sem býr rétt fyrir utan Barcelona. Einnig verðum við með púða, koddakríli, óróa, uglur...og sitthvað fleira.

Hér kemur smá sýnishorn. Fylgist með, hver veit nema við verðum með skemmtilegan opnunarleik :)

****

We can hardly contain our excitement, so we are going to share with you what we have been up to lately. We have been working on opening up the webshop, Skeggi.is,  that sells handmade goods, made by us and others.

We will for example be selling beautiful handmade jewellery from Spain, made by a young woman living near Barcelona. Owls, pillows, cushion-cuddlies, paper-art...and some other lovely stuff.

Here is a little preview. Be sure to check us out, we might have a fun opening give-away :)



19.11.12

Aðventu krans | Advent wreath

Aðventukransar þurfa ekki endilega að vera flóknir eða fela í sér stungur eftir greninálar, brunasár eftir límbyssu og almennt ergelsi (tala af eigin reynslu hér og minnist þess tíma sem ég reyndi að búa til hefðbundinn aðventukrans). Það er hægt að gera svo margt flott, aðal málið er að hafa fjögur kerti og eitthvað krúttlegt jólalegt með. Mér líst t.d. rosalega vel á kökubox hugmyndina; finna fallegt (gamalt) kökubox, setja blómafrauð (veit nú ekki faglega heitið á því), leggja svo fallegan mosa yfir og stinga kertum niður...ekki verra að leyfa nokkrum jólakúlum eða sveppum að fylgja með.

****

Advent wreaths (not sure if that is the proper term?) don´t have to be complicated. I have had some encounters with a hot glue gun, pine neadles and a big dose of frustration in the past. Now I look for more simple solutions, the main thing is that you have four candles and something "christmassy" to go along with it. I really like the idea with the cookie box (pic.2); just put some foam (the one they use in the flower shops), cover it with moss, stick in some lovely candles and an ornament or two...not a hot glue gun in sight ;)


{source}
{source}  
{source}
{source}
{source}

Eigið ljúft mánudagskvöld | Enjoy your Monday evening
M

18.11.12

Afrakstur helgarinnar | The weekends productivity

Við systur náðum nú að framkvæma hitt og þetta þessa helgina sem við getum vonandi sýnt ykkur von bráðar. Ég hafði það líka af að drífa í að gera kerti...já eins og flestir eru nú að gera þessa dagana ;) Mig langaði til að gera mitt eigið og var búin að ákveða að þetta væri flóknara en það reyndist. Þegar ég sá svo fallegu vetrarmyndirnar sem Stína Sæm. var búin að tína saman á blogginu sínu, Svo margt fallegt, varð ekki aftur snúið, ég kolféll fyrir þessum fallega rebba.

Hreindýrapúðinn var líka búin að vera á listanum lengi og fékk svo loks að fæðast. Frekar einfalt verkefni það; bara að finna fallega mynd og prenta út á "transfer" pappír, strauja á efni (helst ljóst efni) og sauma púða...ekkert mál! 

****

This weekend turned out to be rather productive for us sisters and we can hopefully show some of the products soon. I also managed to make a candle like I had been wanting to try out for quite some time. That turned out to be much easier than I thought. I saw some lovely photos on this cute blog and absoulutely fell in love with this fox.

The reindeer pillow had also been on my mind and now its in my chair ;) Another very easy project; just find a photo/print you like and print it out on transfer paper...iron on the fabric of your choice (a lightly coloured fabric) and sew a pillow...easy! 




Hope your weekend turned out good :)
M

15.11.12

Skemmtilegt í barnaherbergið | Fun for the kids room

Ég rakst á þessa skemmtilegu hugmynd fyrir nokkrum mánuðum á netinu, var reyndar búin að sjá nokkrar útgáfur af þessari hugmynd. Núna drifum við dóttir mín og vinkona hennar okkar í að framkvæma þessa hugmynd. Þær skemmtu sér mjög vel við að breyta útliti dýrana.

Hjá mér var þetta mjög ódýrt í framkvæmd, ég átti nokkur dýr, krukkur í ýmsum stærðum og gerðum og svo var ég svo heppin að finna gamla föndurmálningu hjá mér. Það eina sem ég keypti voru 2 krukkur af lakki sem ég keypti í Litir og föndur.

Þessar krukkur er svo hægt að nota til að geyma allt mögulegt. Mér finnst þær t.d. sniðugar til að gera leikefnið sýnilegra, sérstaklega þegar maður á mikið af perlum og öðru smá dóti.

****

I stumbled upon this wonderful idea sometime ago and finally got around to executing it with my daughter and her friend. They had so much fun giving the animals a make over.

This was in no way an expensive project, mostly because I had some of what needed; old plastic animals, jars in various sizes and an old craft paint. The only thing I bought were 2 jars of varnish.

These jars are so much fun and a cute addition to a lovely kids room, you can use them to store f.e. pearls, chalks, crayons and just about anything.


Knús og kram
s

10.11.12

Feðradagurinn / Father´s day




Feðradagurinn hefur oft farið framhjá mér, án þess að ég hafi haft hugmynd um hann. Þetta ár ákvað ég að forvitnast aðeins um hann, fannst það leika eitthvað á lausu hvaða dag í nóvember hann væri. Ég kíkti á spjall á Bland.is og þar voru einhverjir sem héldu því fram að hann væri 9. nóvember og eins var spallað þar um hvort þetta væri fundið upp af kaupmönnum eins og t.d. Valentínusardagurinn. Til að fá þetta á hreint fór ég í smá netvafr og fann þetta út: Feðradagurinn er nú haldin á Íslandi í sjöunda sinn, en hann var haldinn fyrsta sinn 2006, þá var ákveðið að við skyldum fagna feðradegi annan sunnudag í nóvember. Feðradagurinn er skráður í Almanak Hákóla Íslands. Þess má til gamans geta að mæðradagurinn hefur verið í okkar almanaki síðan 1934 og ber uppá annan sunnudag í maí. Þannig að hvað mig varðar er þessi dagur kærkomin og um að gera að gera sér smá daga mun og gleðja pabbana. Ég er mest á því að gera það með góðum morgunmat, lofa pabba að sofa út og svo er alltaf gaman þegar börnin búa til listaverk handa pabba sínum. Sjálf hallast ég mest á það að baka eitthvað gott handa pabba gamla og færa honum í tilefni dagsins.
****

In Iceland we have had special Father´s day since 2006 and it is every year the second sunday in November. We have had Mothers day since 1934 so I think it was time to give our father a special day as well. I recommend doing something speical this day like allowing the fathers to sleep out, give them breakfast in bed and for the children to do some crafts for their father. Here are some cute ideas:




source






source


source
Eigið yndislegan feðradag
Knús og kram
S

8.11.12

Nýtt útlit á gamla muni | DIY

Mig er lengi búið að langa að fríska aðeins upp á kertastjaka sem ég hef átt lengi, svo núna var ekki eftir neinu að bíða. Ég skellti mér í Húsasmiðjuna og keypti spreybrúsa með hvítu lakki. Ég úðaði nokkrar umferðir yfir kertastjakana, vildi samt ekki þekja þá alveg og ég er nú bara nokkuð sátt við árangurinn :-)

****

I have for some time wanted to give my old candlesticks a new look, so finally I went to the hardwarestore and bought a spraycan with white varnish. I sprayed a few times over the candelsticks, or until I was happy and here you can see the the result :-)



Knús og kram
S

7.11.12

Satay salat | Satay salad

Huggulegt miðvikudagskvöld og við nýbúin að sporðrenna ljúfengu satay salati. Uppskriftina sá ég hjá Evu Laufey Kjaran og var búin að bíða spennt eftir að prufa. Salatið stóð svo sannarlega undir væntingum og strákarnir voru ánægðir með það. Fyrir ykkur sem hafið ekki kíkt inn á bloggið hennar þá er slóðin hér.....og uppskriftin af salatinu góða hér. Ég gerði reyndar smá breytingar; bætti döðlum við, notaði marokkókryddað kúskús og gleymdi avocadoinu ;)

****

We´re having a cosy Wednesday evening and have just enjoyed a delicious satay salad. I´ve been waiting for the oppertunity to try this recipe out and it turned out great, will definately make it again. The recipe comes from a lovely food blog and I recommend you check it...even though it is in Icelandic. I made slight changes on it; added some dates and used a moroccan spiced couscous and forgot the avocado.

If you want to try it and don´t understand Icelandic, then here´s what you do:
  • Make some couscous (I used 2 satchets of pre-spiced moroccan couscous).
  • Chop 4 chicken breasts into small pieces and fry them on a frying pan.
  • Pour a jar of sataysauce (Thai choice) over the chicken and let zimmer for a few minutes.
  • Heat some seeds in a pan (f.e. sesam seeds, pumpkin, pine nuts...etc.)
  • Put a bag of fresh spinach into a bowl and put the couscous on top.
  • The chicken goes over the couscous.
  • Then you drizzle half of red onion, tomatos, dates, avocade over the chicken.
  • Add the seeds.
  • Finally pour some feta cheese on top...as much as you like, I used half of a jar.
  • Enjoy!


o&o
M

5.11.12

Nýtt útlit | New look

Nóvember genginn í garð og kominn tími á nýtt útlit á síðuna....smá vetrarstemmning í þessu hjá okkur. Hreindýrin eiga svolítið hug okkar þessa dagana enda eru þau bara svo flott...

En hvað segið þið þarna úti...hvernig líst ykkur á nýja útlitið? Væri gaman að heyra frá ykkur :)

Eigið ljúft mánudagskvöld!

****

Now that November has arrived we thought we might spice up the blog a bit and give it a new look. We are a bit fascinated with reindeers these days...but who isn´t?

So what do you think...do you like the new look? We would love to hear from you :)

Have a lovely evening!

mAs

{source}

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...