Mig dreymir um að eignast mynd eftir danska listamanninn Bjorn Wiinblad. Hann var málari, keramiker og hönnuður og verkin hans fóru að birtast í kringum miðja síðustu öld. Wiinblad hannaði þó nokkuð af veggspjöldum, þ.á.m. fyrir Tívolíið í Kaupmannahöfn, einnig myndskreytti hann bækur og ævintýr. Mig rámar einmitt í barnabók sem við systurnar áttum saman - sem var myndskreytt eftir hann. Kannski er þessi löngun í mynd eftir hann sprottinn af einhverri nostalgíu...hvað sem því líður eru þetta dásamlegar myndir með ævintýralegu ívafi...og myndu sóma sér vel á veggnum hjá mér ;)
Spil selv |
1001 nótt |
Tivoli - þessi er uppáhalds ;) |
Það má finna eina og eina mynd eða veggpjald detta inn á ebay eða etsy en þær fara fljótt - sérstaklega ef þær eru gamlar. Ég er á vaktinni ;)
***
I have a longing for a print by the danish artist Björn Wiinblad.
It is possible to find work by him on either ebay or etsy but you´d have to act quickly for the right on as they tend to go fast. So I´m on the lookout and will hopefully be lucky ;)
o&o
M
Takk fyrir fallegt comment. Gaman að finna bloggið þitt :)
ReplyDeletekveðja Stína