11.9.12

Rabarbari

Rabarbari er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess að hann hefur mikið notagildi og svo er hann auðveldur í ræktun og falleg og sterkbyggð jurt.
Í sumar fórum við vestur á firði í yndislegan eyðidal. Þar ræktar frændi minn mikið af rabarbara sem við höfum afnot af, og ég held að hann gerist ekki mikið ferskari og ómengaðri en þarna í óbyggðunum :-)
Við tókum með okkur nokkur kíló af rababara, sem ég síðan skar niður og fyrsti og ætla að nýta í sultu, grauta og bakstur. Ég á örugglega eftir að koma með góðar uppskriftir af rabarbararéttum í vetur :-)
Hérna er slóð á síðu þar sem finna má fullt af skemmtilegum hugmyndum um notkun rabarbara  http://www.squidoo.com

****

Rhubarb is one of my favorit plant, it is so easy to grow it and there is almost no limit to how many recipes you can use it in. Here is a link to a page full of exciting recipes for rhubarb http://www.squidoo.com.

Rabarbarinn sóttur, dóttir mín liggur í felum þarna:-)
Sú minnsta varð líka að fá smakk
Stór og flottur stilkur
Fallegur ný skolaður
Rabarbarinn skorinn úti í rigningunni
Vigtaður í poka og frystur

Eigið góðan dag
Knús S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...