30.9.13

Eldhúsið mitt | My kitchen

Ég er að mörgu leiti nokkuð ánægð með eldhúsið  mitt. Við breyttum, fyrir 11 árum, sameigninni í húsinu í eldhús með því að brjóta niður stigann sem var á milli hæða. Þetta heilmikill steinsteyptur stigi svo það var ansi mikill steypa sem þurfti að moka út. Síðan stækkuðum við eldhúsgluggann og útkoman var þetta eldhús. Núna langar mig að fara að gera eitthvað kósý og krúttlegt fyrir eldhúsið mitt og birta svona fyrir og eftir myndir, það getur verið svo hvetjandi til framkvæmda :). Ég er þegar komin með nokkrar hugmyndir hvernig væri hægt að breyta aðeins til án mikils tilkostnaðar, svo nú er bara að bíða og sjá hvernig til tekst.

******

I´m rather happy with my kitchen. Eleven years ago we changed the joint space in the house into a kitchen. To do that we had to break down a big stone stair that united our apartment to the one on the next floor and then we enlarged the window. Now I feel like it is time to make some small changes to make my kitchen look more cozy. So to make sure to do so I wanted to put some before and after pictures. Hopefully I will be able to show you some after pictures soon :).





Enjoy your day
Knus og kram
S

28.9.13

Íbúða löngun | Apartment craving

Þessa dásamlegu íbúð á Anna Louise Breiner, eigandi hönnunarfyrirtækisins BALlab. Íbúðin er 92 fm + kjallari og er á Amager. Ég gæti satt best að segja flutt þangað inn "med det samme!"og myndi ekki breyta neinu...ætli Önnu sé sama?

****

This wonderful apartment belongs to the owner of the desgincompany BALlab, Anna Louise Breiner. The apartment is on Amager and is 92 m2 plus a basement. I could see myself moving in there today and wouldn´t change a thing...wonder if Anna would mind?





Smelltu hér ef þú vilt sjá fleiri myndir | Click here if you want to see more photos

Enjoy your day!
m

27.9.13

Ég {hjarta} Pinterest | I {heart} Pinterest

Pinterest er snilld...þarf ekkert að hafa fleiri orð um það. Jú kannski nokkur orð ;) Við systur höfum oft dásamað þetta fyrirbæri og notum það mikið...stundum kannski of mikið. Við vorum sérstaklega ánægðar þegar við uppgötvuðum að við gátum verið með sameiginlegt bretti og varpað þar hugmyndum á milli okkar...ferlega sneddí!

En hér kemur sem sagt Pinterest ást.

****

Sharing some Pinterest luv with you today. We are a bit hooked on Pinterest and use it alot and we were extremely happy when we discovered that we could share a board, a secret board, which is great for tossing ideas around....neat, right?



{sources 1, 2, 3}
{sources 1, 2, 3}
{sources 1, 2, 3}
{sources 1, 2, 3}
{sources 1, 2, 3}
{sources 1, 2, 3}

Happy Friday!

And oh yeah, we updated our banner....you like?
mAs

23.9.13

Skrímslastuð | Monster fun

Júníorinn og ég eyddum stórum parti af sunnudeginum ein heima; eldri sonurinn fór í leikhús og pabbinn var að vinna. Eftir að hafa eytt lunganum af deginum í eldhúsinu (við bakstur sem mistókst) ákvað múttan að gera eitthvað skemmtilegt með unganum.

Við bjuggum okkur til skrímslamunna og skemmtum okkur vel. Afskaplega einföld og ódýr afþreying, eina sem þú þarft er þykkur pappír, tússlitir, skæri, límband og grillpinnar (örugglega fínt að nota íspinnaprik eða tunguspaða...ef þú lumar á slíku) ogekki gleyma ímyndunaraflinu ;)

Fyrst bjuggum við til form fyrir munnana og við gerðum tvær stærðir. Því næst klippti mamman þetta út og unginn byrjaði að tússlita. Hann var með miklar pælingar um hvernig munnar þetta væru og að þetta bleika væri úfurinn ;)  Þegar búið er að tússa og skreyta er bara að líma grillpinnann á og byrja að skemmta sér.

****

A fun project that I did with my little junior on Sunday. We were home alone since the daddy was working and the older son was invited to the theater. So after spending a big part of the day in the kitchen baking (and failing at that) I decided to have some fun with the young one. We made some monster mouths and its is a simple and cheap activitiy. All you need is a heavy weight paper, scissors, colours, tape and some barbeque sticks....oh yeah and your imagination ;)

First we made the shapes for the mouths, cut it out and then we drew and coloured. He was really into to it and made two mouths by himself. After you´ve coloured the mouths just tape the sticks to the back and start having fun.



Have a nice Monday!
m

22.9.13

Flottar myndir að vestan / Cool photos from Iceland

Ljósmyndasíðan Benni photography er ein af flottustu myndasíðum sem ég hef rekist á. Myndirnar hans frá æskuslóðunum eru svo fallegar að manni langar bara að komast sem fyrst aftur vestur. Mig langar til að deila nokkrum af myndunum hans hérna og kíkið svo endilega á síðuna hans bæði á Facebook og Flickr.

*****************

Benni photography is one of the most beautiful photography page I have ever seen. Many of his pictures are taken in the place I grew up in and they make me want to go back there as soon as possible. Here are some of his pictures, to see more of his beautiful photography visit his home page on Flickr and his Facbook page.

Svalvogar í Dýrafirði þangað förum við systur á hverju ári til að dást að náttúrunni | Taken in the fjord we were born in and we go there every summer to breathe in the beauty
Þessi vegur liggur að honum Skeggja okkar, fallega fjallinu í Arnafirði. | This rough and a bit scary road leads to our favorite mountain, Skeggi in Arnarfjörður
Þingeyri, okkar fögru æskustöðvar | Þingeyri, our beautiful birthplace
Dýrafjörður
"Sjáið tindinn þarna fór ég" Kaldbakur hæsta fjall Vestfjarða í bakgrunni | Kaldbakur the highest mountain in the West part of Iceland

Enjoy your day
S

21.9.13

Hvað er í matinn í kvöld?

Við setjum nú stundum inn uppskriftir af mat og kökum hér inn á bloggið en ég verð eiginlega að viðurkenna að oftar en ekki er það maðurinn minn sem sér um að elda hér á bæ. Ég veit, ég veit...ég er heppin kona ;) Þannig að nú ætla ég að bjóða honum að stíga fram og gerast gestabloggari dagsins. Gjörsvovel....

Já takk fyrir það mín kæra :-)  Sem sagt, á föstudagskvöldið ákváðum við að prófa að gera Calzone, sem er pizza brotin saman í hálfmána.  Deigið sem ég nota er úr uppskrift sem ég sá í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum og hef notað alla tíð síðan, en hún er svona:

6 dl hveiti eða spelt
1 poki þurrger (12 gramma)
1 tsk sykur
1 tsk salt
3 matskeiðar ólífuolía (ég nota extra virgin)
2 dl volgt vatn

Þessu skelli ég öllu saman í hrærivélarskál og læt hnoðast þangað til deigið er komið vel saman. Stundum þarf að bæta smá vatni við aukalega ef blandan er mjög þurr og gengur illa saman.  Deigið set ég svo í skál og breiði rakan klút yfir.  Læt það standa í u.þ.b. 45 mínútur og ætti það að hafa hefast vel á þessum tíma. Þá tek ég deigið og skipti því í tvo parta sem ég hnoða í sitt hvoru lagi og læt svo standa í kannski 20-30 mínútur. Úr þessu verða sem sagt tveir ca. 12 tommu botnar sem ég breiði út með kökukefli og slurki af Durum hveiti undir.

Við ákváðum að gera tvenns konar fyllingu í Calzone, annars vegar nautahakk og hins vegar skinku. Ég gerði tvær botnauppskriftir því við vorum að fá gesti, en nautahakksuppskriftin hér að neðan dugar á í tvær Calzone.

Nautahakks Calzone var gert svona: 
Byrjaði á að fínhakka 1 lauk og steikja á pönnu þar til mjúkur. Setti einn pakka af nautahakki (500 gr.) út á pönnuna og steikti saman þar til nautahakkið var tilbúið.  Svo hellti ég einni krukku af pastasósu frá Dolmio (Classico pastasauce) yfir og lét malla dágóða stund þangað til mesti vökvinn var farinn úr blöndunni. Þá smakkaði ég þetta til með salti.
Eftir að hafa breitt út botninn mokaði ég helmingnum af blöndunni (þetta dugar vel á tvo hálfmána) yfir hálfann botninn (passa að dreifa þessu ekki alveg út á kantinn). Svo skellti ég mozarella osti, ferskri basiliku og rifnum osti yfir.  Hefði gjarnarn viljað eiga Parmesan ost, en prófa það bara næst.  Botninum er svo lokað og brett upp á kantinn.  Henti þessu inn í ofn í kannski 12-15 mínútur (ég hita ofninn alltaf í 200° C á blæstri þegar ég baka pizzur).  Hitastig á ofnum getur verið mismunandi og þá baksturstíminn líka.  Miðið bara við að botninn sé orðinn bakaður, hægt að banka í hann til að sjá hvort hann sé ekki orðinn stökkur.

Skinku Calzone var gert svona:
Setti pizzasósu á pizzabotninn eftir að hafa breitt hann út.  Síðan setti ég nokkrar sneiðar af silkiskorinni hunangsskinku (sem er frá Ali í plastboxum) yfir botninn.  Svo var það meira af mozarella, basiliku, papriku og rifnum osti.  Annars getur fólk bara sett það sem því langar.  Botninn brotinn saman og skellt í ofninn.

Svona var þetta nú gert ... prófaði að setja eina Calzone í pizzaofn sem við eigum, en hann lyftist svo að hann rakst í hitaelementið og brenndi skeifu ofan á eina Calzone :-)


Verði ykkur að góðu!
A

20.9.13

Föstudagur | Friday

Komin föstudagur...og veri hann velkominn!

Hitt og þetta sem gleður augað á þessum fallega degi og getur jafnvel gefið hugmyndir fyrir helgina; bakstur, skemmtilegheit fyrir ungana, helgarmaturinn...og hvetjandi orð sem við megum öll taka til okkar.

****

Friday yet again and most welcome!

A mix of this and that that please the eye on this beautiful day and might even give some ideas for the weekend; what to bake, fun things for the kids, friday food.... and some inspirational words that we might all take to heart.


{source}
{source}
{source}
{source
{source}
{source}
{source}

Góða helgi! | Good weekend!
m

19.9.13

Uppáhalds kaffihúsið | Favorite coffee house

Simbahöllinn á Þingeyri hefur verið útnefnd uppáhalds kaffihúsið í minni fjölskyldu. Á Þingeyri er lítið krúttlegt kaffihús í gömlu uppgerðu hús. Þetta kaffihús býður ekki bara upp á ljúfengar veitingar heldur svífur þarna yfir andi liðins tíma. Svo getur líka verið gott að komast í smá net samband eftir dvöl í sumarbústaðinum. Við systur eigum nokkar æskuminningar úr þessu húsi, eins og að fara með ömmu og kaupa heimagerðan karmellusleikjó og síðar var þar videoleiga þar sem við tókum fyrstu video myndirnar sem mig minnir að hafi verið framhaldsmyndirnar um Falcon Crest. Þannig að þetta hús hefur haft margskonar notagildi í gegnum tíðina. Heimasían þeirra er líka mjög flott og gaman að skoða hana http://www.simbahollin.is/

**************

Simbahöllin on Thingeyri has prestige of being the favorite coffiee house in my family. This cute coffee house in a beautiful old house that has been refurbished to its old glamour. There you can enjoy delicious catering (the belgian waffles are a must!) as you step back in time. 


{source}


{source}


 












Mæli með því að fá sér rúnt á Vestfirðina næsta sumar og kíkja í kaffi | I highly recommend that you swing by if you happen to be travelin in the West next summer.
Knús og kram
S


15.9.13

Sjö sumarmyndir | Seven summer photos

Ég sá þessa áskorun hjá Kristínu Vald. þar sem hún sýnir okkur 7 uppáhaldsmyndir sínar frá sumrinu. Hún sá áskorunina á bloggsíðunni Mona´s Picturesque og ég hvet ykkur til að skoða báðar þessar síður, afskaplega fallegar myndir. Um að gera að taka þátt í svona en frekar erfitt að velja bara 7 myndir. Það kemur svo kannski ekkert á óvart að 6 af þessum 7 myndum eru teknar fyrir vestan...enda er hjartað og hugurinn bara yfir sumartímann.

****

A photo challenge where you´re supposed to choose 7 of your favorite photos from the summer. I saw this challenge at this wonderful blog, Kristín Vald. and she saw it at Mona´s Picturesque. I recommend you browse through both these blogs, they are full of wonderful photos. I had some trouble choosing just 7 but it might not come as a suprise that 6 of 7 photos are from the West...my heart and mind tend to linger there during the summertime.

Sumarhátíð á leikskólanum | Summer festival at the kindergarden

Hraun í Keldudal, mikið ljósmyndað hús... | Hraun in Keldudalur, a much photographed place

Langamma kennir Elvari að prjóna | Great-grandma teaches Elvar to knit

Heiti potturinn...þvílík gleði að vera búin að fá hann | The hot tub...such joy to finally have one

Elvar í miðju stökki á yndislegum stað | Elvar jumping in a wonderful place

Drengurinn og náttúran, smellur einhvern veginn saman | The boy and nature, just somehow clicks

Hinn sonurinn ansi hugsandi og náttúran öflug á bak við | The younger son deep in thougt in a powerful place


A windy Sunday on my side, hope you are enjoying yours :)
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...