24.8.13

Síðbúin veisla | Overdue party

Eldri sonurinn varð 10 ára í júní og fékk fínindis afmælisveislu í þessu líka sumarveðri ;) Við hinsvegar áttum alltaf eftir að halda bekkjarafmæli fyrir hann og drifum í því í síðustu viku. Það kom ekkert annað til greina en að hafa One Direction þema enda er hlustað á fátt annað en þá drengi þessa dagana.

Þegar kom að því að kaupa servíettur, diska og þess háttar með One Direction myndum komum við hins vegar að tómum kofanum. Við fundum bara alls ekki neitt í þeim dúr. Þannig að við brugðum á það ráð að finna fínar myndir á netinu og prenta út, klippa og dreifa á borðið. Afmæliskakan var svo í formi sviðs og hljómsveitinni stillt þar á. Það var afskaplega einfalt að græja hljómsveitina, við prentuðum gaurana bara út, límdum þá á grillpinna og skelltum ofan á kökuna. Einfalt, ódýrt og sló algerlega í gegn. Í veislunni var svo hlustað á One Direction lög og allir sungu með...svo var næstum því slegist um að fá að eiga kökuskrautið í lok veislu...Louis er greinilega vinsælastur ;)

****
My older son turned 10 years old in June and we had a family party for him then. But somehow we hadn´t gotten around to throwing him a party for his classmates...last week we finally made that happen. He is really into the band One Direction and wanted to have a 1D theme but we couldn´t find any 1D party supplies. So we just had to make them ourselves. The cake turned into a stage and we printed the band members on heavy stock paper, taped them to a barbeque stick and then we printed out some small pictures of them and scattered over the table. This turned out great and our livingroom turned into a 1D party with 22 ten year olds singing to the tunes and almost fighting over the table decorations ;) This is an easy and cheap to give your child a themed birthday party :)



Enjoy your day!
m

4 comments:

  1. þið eruð svo sniðug !!! :)
    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete
  2. vá, en frábær hugmynd! glerflöskurnar með rörunum koma líka sérlega vel út!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk takk, já þær eru svoldið skemmtilegar :)

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...