26.6.13

Afmælisveisla | Birthday party

Við systurnar slógum saman í afmælispartý núna í júní, dóttir mín er fædd 17. júní og sonur hennar fæddur 21. júní. Svo það var tilvalið sérstaklega í ljósi þess að miklar annir voru framundan í júní. Það er reyndar talsverður aldursmunur á frændsystkinunum en stóri frændi sem varð 10 ára var bara stoltur af því að halda upp á sameiginlegt afmæli með litlu frænku sinni sem varð 2ja ára.  Við vorum ákveðnar í að njóta þess að eiga sumarbörn og halda veisluna utandyra, dagsetningin 16. júní var valin vegna þess að veðurstöðvum bar saman um að sá dagur yrði þurr og sólríkur. Staðsetning var Guðmundarlundur, þar fengum við lánaðan gamlan sumarbústað. 

Allt gekk samkvæmt áætlun nema veðrið, því það ákvað að rigna, reyndar ekki mikið en samt úði allan daginn. Það var frekar erfitt að sætta sig við það, en það þýddi ekkert annað og við bara brunuðum í Rúmó og keyptum tvö lítil partýtjöld og vonuðumst svo til að gestir mættu vel klæddir. Þetta fór allt mjög vel fram, grillaðar pylsur, ís í brauðformi og fullt af kökum, gamli bústaðurinn kom sér sérlega vel því þangað var hægt að fara og ylja sér. 

Hér koma svo nokkrar myndir af veisluhöldunum.


*******
My sister and I decided to have a double birthdayparty for our two children born in June, even though her son was turning 10 and my daughter only 2. He was proud to have a birthday party with his little niece. We decided to have the party outside on the 16th of June and to have an outdoors party. Everything about this day was great, exept for the weather...it rained the whole time, but we did not let it stop us from having a good time...and enjoy the cakes, hotdogs and icecream!

Sharing with you some of the photos from the celebration.





Enjoy the day and don´t let the weather stop you from having fun!
Knús 
S


1 comment:

  1. Til hamingju með bæði afmælisbörnin og takk fyrir að deila þessum skemmtilegu myndum með okkur!

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...