19.8.13

Leiktu þér með matinn | Play with your food

Nú eru skólarnir að byrja í vikunni og að mörgu að huga fyrir skólafólkið. Eitt af því sem þarf að hafa í huga er að senda börnin með hollt og gott nesti. Nú á ég einn lítinn sem er að hefja sína skólagöngu í haust og hann er bara alls ekki hrifinn af grænmeti og þeir ávextir sem hann borðar eru ekki margir.

Svo er þessi elska líka dulítið þrjóskur og því gæti nú orðið erfitt að finna eitthvað lystugt og gott sem hann er til í að láta ofan í sig. Það er því spurning hvort það myndi virka að dúlla sér svolítið við nesti og dulbúa þetta græna sem einhver sniðugheit...alveg þess virði að reyna það ;)

Það er hægt að finna ógrynni af hugmyndum á netinu og elsku besta Pinterest er ótrúlega þægileg til slíkrar heimildaöflunar. Prufið bara að slá inn "lunchbox ideas" eða "bento box" og þið fáið upp fullt af flottum hugmyndum.

****

Schools are about to start and one of the things that parents have to think about is preparing healthy snacks and lunches for the kiddos. Unfortunately not all of the young´uns are into greens and healthy snacks...and mine soon to be a 1st grader is one fo them. So it might be worth the time and effort to prepare a fun lunchbox for him...and try to sneak the greens into it ;)

Pinterest is an amazing source if you want to go hunting for ideas. Just look for "lunchbox ideas" or "bento box" and you will come up with a variety of great ideas.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Have a great day!
m

4 comments:

  1. Skemmtilegar hugmyndir, takk fyrir að deila! Ég var einu sinni með nemanda sem að fékk falleg skilaboð á miða á hverjum degi í nestisboxinu sínu, hversu krúttlegt er það!?! Mér tekst einstaka sinnum að plata grænmeti ofan í minn gikk með því að leyfa að dýfa í jógúrtsósu frá Saffran (holl, engin aukaefni!) eða setja ofurlítið jurtakrydd (Herbamare) yfir gúrkusneiðarnar....

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er góð hugmynd! Krúttlegt að fá sæt skilaboð frá múttu eða pabba :) En já það mætti kannski reyna að setja eitthvað bragðbætandi á grænmetið, takk fyrir ráðið :)

      Delete
  2. My lunchbox never looked like that *giggle*

    Have a nice evening!
    -Maia

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hehe, no mine never looked this good either when I was in school ;) Would´ve been fun thougn :)

      Enjoy your evening!

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...