Nú er komið vetrarfrí í langflestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og margir ætla að njóta þess að dúllast með krílunum sínum....það er allavega planið á þessum bæ.
Bókin er að vísu á sænsku en það hefur ekki stoppað okkur hingað til, við stautumst einhvern fram úr uppskriftunum. Höfum til dæmis bakað dásamleg foccacia brauð, skonsur og súkkulaði-banana muffins. Frú Lindholm er sannkölluð Nigella þeirra svía og það er skemmtileg stemmning í bókinni. Ef einhvern langar að kíkja á uppskriftir frá henni er hægt að kíkja á heimasíðuna hennar og láta reyna á sænskuna ;)
Fallegir litir og örugglega gómsætt! |
Fallegt fyrir augað |
Þess má einnig geta að það er hægt að fá bókina á ensku á Amazon ásamt fleiri bókum frá henni. Mig persónulega klæjar í fingurna eftir að panta þessa:
Verði ykkur að góðu!
M
M
prufa*
ReplyDelete