21.10.11

Vetrarfrí!

Nú er komið vetrarfrí í langflestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og margir ætla að njóta þess að dúllast með krílunum sínum....það er allavega planið á þessum bæ. 

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri með stóra stráknum mínum er að dúllast í eldhúsinu, baka saman eða elda, og hann elskar að fá að gera sjálfur...vera sjálfstæður :) Það er bara eitthvað svo notalegt við svona dúllerí og ekki verra að setjast niður eftir stússið, kveikja á kerti og gæða sér á góðgæti. Þannig að nú er aðeins verið að kíkja í uppskriftabækurnar sem til eru á heimilinu...og einnig að láta sig dreyma um nýjar. Uppáhaldsuppskriftabókin mín þessa dagana er bókin A piece of cake frá Leila Lindholm en Leilu þessari kynntist ég (ekki persónulega þó!) í Stokkhólmi í sumar.Bókin er að vísu á sænsku en það hefur ekki stoppað okkur hingað til, við stautumst einhvern fram úr uppskriftunum. Höfum til dæmis bakað dásamleg foccacia brauð, skonsur og súkkulaði-banana muffins. Frú Lindholm er sannkölluð Nigella þeirra svía og það er skemmtileg stemmning í bókinni. Ef einhvern langar að kíkja á uppskriftir frá henni er hægt að kíkja á heimasíðuna hennar og láta reyna á sænskuna ;) 

Girnilegir kanilsnúðar
Fallegir litir og örugglega gómsætt!
Fallegt fyrir augað

Þess má einnig geta að það er hægt að fá bókina á ensku á Amazon ásamt fleiri bókum frá henni. Mig persónulega klæjar í fingurna eftir að panta þessa:


Verði ykkur að góðu!
M

1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...