18.10.11

Heimagerðir hrekkjavökubúningar..

Ég er búin að láta mig dreyma um að gera mína eigin hrekkjavökubúninga handa krökkunum síðustu árinn en einhverja hluta vegna kemur tíminn mér að óvart með því að líða hraðar en svo að ég nái að koma því í verk. Núna á samt að taka á því og byrja snemma eða ekki snemma þar sem tæpar tvær vikur eru í Hrekkjavöku, en allavegna ég ætla að reyna. Ég er búin að vera skoða heimagerða búninga á netinu og vinkona mín hún Martha Stewart klikkar ekki á hugmyndunum og margar sniðugar hugmyndir hægt að finna á síðunni hennar. Núna er ekki eftir neinu að bíða...
Koma svo!!!
S
Væri til í þennan á litlu mína

1 comment:

  1. Sé litlu krúttsprengjuna alveg fyrir mér í þessu ;)
    Luv
    M

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...