31.10.11

Fjölskyldumyndir


Eitt af svo ótrúlega mörgu sem mig langar að gera er fjölskyldumyndaveggur, núna er hann komin á "to do list" hjá mér svo þess vegna dunda ég mér við að leita á netinu. Eins og oftast er ekki skortur á flottum hugmyndum svo nú er bara að fara að framkvæma og vonandi kemur mynd af framkvæmdarsemmi minn hérna áður en langt um líður.



Mér finns flott að hafa stafi og texta í bland við myndirnar
family-wall-photo



Einfalt og flott

Skemmtileg samsetning


 Mér finnst þetta æðisleg hugmynd

Kv. S
 



24.10.11

Endurvinnsla

Eru ekki örugglega allir á fullu að endurvinna og endurnýta hluti þessa dagana svona í tilefni tíðarandans. Ég rakst á skemmtilega grein á netinu..nema hvar :-) um hvernig hægt væri að endurnýtja Apple Imac  tölvuna sína. Það vill svo skemmtilega til að ég á eina svona tölvu sem vantar nýtt heimili, þannig að ef einhverjum langar að prófa þá er velkomið að fá tölvuna gefins..
Kv.. S

Ekkert smá flott fiskabúr
Fyrir kattarvinina
Sem ruslatunna

21.10.11

Vetrarfrí!

Nú er komið vetrarfrí í langflestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og margir ætla að njóta þess að dúllast með krílunum sínum....það er allavega planið á þessum bæ. 

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri með stóra stráknum mínum er að dúllast í eldhúsinu, baka saman eða elda, og hann elskar að fá að gera sjálfur...vera sjálfstæður :) Það er bara eitthvað svo notalegt við svona dúllerí og ekki verra að setjast niður eftir stússið, kveikja á kerti og gæða sér á góðgæti. Þannig að nú er aðeins verið að kíkja í uppskriftabækurnar sem til eru á heimilinu...og einnig að láta sig dreyma um nýjar. Uppáhaldsuppskriftabókin mín þessa dagana er bókin A piece of cake frá Leila Lindholm en Leilu þessari kynntist ég (ekki persónulega þó!) í Stokkhólmi í sumar.



Bókin er að vísu á sænsku en það hefur ekki stoppað okkur hingað til, við stautumst einhvern fram úr uppskriftunum. Höfum til dæmis bakað dásamleg foccacia brauð, skonsur og súkkulaði-banana muffins. Frú Lindholm er sannkölluð Nigella þeirra svía og það er skemmtileg stemmning í bókinni. Ef einhvern langar að kíkja á uppskriftir frá henni er hægt að kíkja á heimasíðuna hennar og láta reyna á sænskuna ;) 

Girnilegir kanilsnúðar
Fallegir litir og örugglega gómsætt!
Fallegt fyrir augað

Þess má einnig geta að það er hægt að fá bókina á ensku á Amazon ásamt fleiri bókum frá henni. Mig persónulega klæjar í fingurna eftir að panta þessa:






Verði ykkur að góðu!
M

20.10.11

Litagleði

Það er ótrúlegt hvað tíminn getur liðið hratt þegar maður gleymir sér í að vafra um netið og skoða flottar síður. Þar sem ég elska litskrúðugt plast dót og falleg efni þá er þessi síða Fjeldborg í miklu uppáhaldi hjá mér, þarna er endalaust hægt að gleyma sér við að skoða fallega hluti Þegar ég bjó í Köben þá var verslunin Norte Dame við Vor Frue Kirke mín uppáhalds búð, ég hvet alla sem elska fallegt smá dúllerí til að kíkja þangað....knús S



Norte dame

19.10.11

18.10.11

Heimagerðir hrekkjavökubúningar..

Ég er búin að láta mig dreyma um að gera mína eigin hrekkjavökubúninga handa krökkunum síðustu árinn en einhverja hluta vegna kemur tíminn mér að óvart með því að líða hraðar en svo að ég nái að koma því í verk. Núna á samt að taka á því og byrja snemma eða ekki snemma þar sem tæpar tvær vikur eru í Hrekkjavöku, en allavegna ég ætla að reyna. Ég er búin að vera skoða heimagerða búninga á netinu og vinkona mín hún Martha Stewart klikkar ekki á hugmyndunum og margar sniðugar hugmyndir hægt að finna á síðunni hennar. Núna er ekki eftir neinu að bíða...
Koma svo!!!
S
Væri til í þennan á litlu mína

17.10.11

Hrekkjavaka á næsta leyti...



Nú verður sífellt algengara hér á landi að fólk geri sér dagamun í kringum þennan dag, 31. október. Það er eitthvað spennandi við þetta fyrirbæri, tilefni til þess að bregða á leik og það er nú ekki svo oft sem fólki gefst færi á að skella sér í grímubúning. Ég held að fullorðna fólkið hafi lúmskt gaman af þessu líka...ekki bara börnin.

Margir tengja þennan sið við Bandaríkin og vissulega er hann sennilega í algjöru hámarki þar en ræturnar má þó finna í keltneskum siðum. Nafnið sjálft Halloween tengist Allra heilagra messu, eða All hallows Even (evening) og er sum sé kvöldið fyrir Allra heilagra messu. Og án þess að ætla að gera þetta að sagnfræðilegum pistli þá má geta þess að hér forðum voru svokölluð Jack-o-lanterns alls ekki skorin út í grasker heldur voru notaðar rófur, kartöflur eða næpur.

Hvað sem því líður þá er bara hið besta mál að hóa í nokkra vini (með eða án barna) og skella sér í búning. Við höfum haft Halloween-teiti síðustu þrjú árin og haft þau barnvæn. Fyrirhafnalítið er til dæmis að biðja gesti um að koma með uppáhaldspizzuna sína en að gestgjafarnir sjái um eftirréttinn. Og ekki er þá verra að hafa hann í skuggalegara laginu.




Nú eru tvær vikur í  hrekkjavöku og fínt að nota tímann til að föndra með smáfólkinu. Vetrarfrí framundan í mörgum skólum og tilvalið að hafa ofan af ungunum með föndri.

Vinsælir grímubúningar:
* draugur
* múmía
* varúlfur
* norn
* galdramaður
* uppvakningur (zombie)
* púki
* skrímsli
* vampíra

.... svo er kannski bara nóg að skella á sig grímu:
























Á netinu má finna fjöldan allan af prentanlegum grímum, bara að "gúggla" printable masks og sjá hvað gerist...

Meira síðar,
M

16.10.11

Fyrsta skrefið tekið...

...og bloggsíðan komið í loftið. Vonandi fer ekki fyrir henni eins og mörgum verkefna okkar...sem rykfalla og gleymast yfirleitt. Nú erum við fullar af góðum fyrirheitum og verkefni októbermánaðar er að framkvæma eitthvað...hætta að vera skúffu-föndrarar/saumakonur/hugmyndasmiðir...Stefnan er tekin á Hrekkjavökuþema með öllu tilheyrandi: heimagerðir búningar (á börnin, ekki okkur ;) og skreytingar og læti. Þarna...þetta er farið í loftið og verður ekki tekið aftur. Fylgist spennt með ;)

Eigið ljúfan sunnudag
mAs
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...