10.10.12

Krítarhurð | Chalkboard door

Loksins eftir langa umhugsun er komin upp krítarveggur þ.e. krítarhurð í eldhúsið hjá mér. Þetta var ótrúlega einfalt  verk, loksins þegar ég kom mér af stað í það. Til að vera nú alveg viss um að vera ekki að gera neina vitleysu hafði ég samband við Óla í A1 málun og fékk ráð hjá honum. Hann sagði mér að byrja á að matta hurðina með sandpappír, grunna hana svo með fixprimer frá Flugger og svo væri bara að mála tvær umferðir af töflumáningu. Hurðin var svo tilbúin til "notkunar" eftir ca. 6 tíma.

Það var ótrúlegt hvað þessi litla breyting gerði fyrir eldhúsið, það varð strax miklu hlýlegra. Dætur mínar tvær voru yfir sig hrifnar og hreiðruðu um sig fyrir framan dyrnar. Sú eldri fór fljótlega að æfa sig með heimanámið á krítarveggnum, svo það er greinilegt að þetta getur nýst vel sem hvatning til að gera heimanám.

****

Finally after having thought about it for some time, I now have my own chalkboardwall or better to say my one chalkboard door in my kitchen. I got council from the painting company A1 and got the advice that it would be best to use sandpaper to make the door matte and I should then use base painting called fixprimer from Flugger. After that I should paint twice with the chalkboard paint. After six hour it was ready to use :-).

This small change has given the kitchen a very cozy feeling and my two daughter love it. My older one started using it for practicing her home work. So I see that it can be used in many good ways, for exaple to inspire the kids to read and write.


                                                                       
Eigið góðan dag | Have a nice day
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...