11.10.12

Hunangskaka | Honey cake recipe

Þessa dagana er hunangskaka í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftin kemur frá móðursystur minni og er búin að vera lengi í uppskriftarbókinni minni. Í dag er ég svo heppin að eiga von á góðum vinkonum í miðdegiskaffi svo ég notaði tækifærið og bakaði hunangskökuna góðu. Kaka þessi er mjög bragðgóð og ekki skemmir silkimjúkt smjörkremið í miðjunni fyrir, en ég er mikil aðdáandi að smjörkremi. Það skondna við þessa köku er, að þrátt fyrir nafnið, þá er ekkert hunang í henni en bragðið minnir samt mikið á hunangsbragð. Þegar ég bjó í Danmörku þá voru hunangskökur, sem eru mikið bakaðar þar um jólin, í miklu uppáhaldi og mér finnst þessi uppskrift koma einna næst því að líkjast þessum dönsku.

****

One of my favorite cakes is honey cake, it might sound strange but the recipe has no honey. But never theless it tastes like honey. This recipe is one of my favorite and has been in my family for many years. The recipe comes origninally from my aunt. When I was living in Denmark I loved their honey cakes and this recipe is what I think reminds me the most of the danish cakes.



Hunangskaka uppskrift
2 dl  vatn, 2 1/4 dl sykur, 2 1/4 dl sýróp  
Hitað í potti og brætt saman í potti, ekki soðið,  ½ tsk. engifer sett út í.

1 tsk kanil, 2 egg
Hrært saman og blandað síðan varlega við heitu blönduna.

350 gr hveit, 1 tsk. matarsódi
Blandað varlega saman við eggjablönduna og sett í form. Þessi uppskrift passar vel í 3 tertuform. 

Bakað við 180 í ca 2o mín.

Krem
125 smjörlíki, 1 egg, ½ tsk. rommdropar, ½ tsk vanilludropar, flórsykur eftir smekk.
Apríkósumarmelaði og krem eru sett á milli og 100 gr af bræddu súkkulaði er smurt yfir tertuna.

Honey cake recipe


2 dl  water, 2 1/4 dl sugar, 2 1/4 dl  syrup. This is heated in pot together with ½ tsk genger, dont let it boil
1 teaspoon cinnamon, 2 eggs. mixed well and then put the heated blanding together with it.
350 gr, flour, 1 teaspoon natron mixed together with the other ingretients and put into greased from  and baked for 20 min with 180 c.

Crem
125 gr. margarine, 1egg, 1/2 teaspoon rum extract, 1/2 teaspoon vanillu extract, powdered sugar this is mixed together into crem. I then often put some apricot jam in the middle of the cake.

Hope you enjoy your cake, if any question sent me mail.

 http://youtu.be/X9VQQ40aJVQ



Verði ykkur að góðu
 S
                                                          

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...