31.10.12

Sú heppna er...

Þá er komið að því, við erum búnar að draga vinningshafa í afmælisleiknum okkar.

Við númeruðum athugasemdirnar sem bárust, frá 1 - 14 (fyrsta athugasemd númer 1 o.s.frv.) og notuðum random.org til að hjálpa okkur að draga. Og niðurstaðan er ....



Athugasemd númer 11 á Þorbjörg! Til hamingju Þorbjörg :)

En...þar sem við erum í gjafastuði (kannski er það snjórinn sem féll í morgun ;)...ákváðum við að gefa aðra og drógum aftur....



 Athugasemd númer 4 á Berglind Bjarnadóttir! Til hamingju Berglind :)


Við höfum samband við ykkur og komum snyrtibuddunum til ykkar sem fyrst.

Og fyrir ykkur sem eruð í sjokki yfir veðrinu:





Eigið ljúfan dag
m&s


29.10.12

Hrekkjavöku skreytingar | Halloween decorating ideas

Ég fagna hrekkjavökkunni, finnst það skemmtileg tilbreyting frá hversdagsleikanum. Alltaf gaman að gera eitthvað öðrvísi. Þó ég sjálf fari ekki neinum hamförum í heimilisskreytingum þá höfum við sett upp nokkra kertastjaka, kóngulóavefi og eitthvað smávegis af hrekkjavökuskrauti. Við byrjuðum á þessu þegar við bjuggum í Danmörku, sonur minn á afmæli í byrjun nóvember svo okkur fannst tilvalið að halda hrekkjavöku partý í tilefni afmælisins. Hérna eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir af fallegum hrekkjavökuskreytingum fyrir heimilið.

****

I celebrate Halloween and welcome the change from everyday life. It´s always good to get an opportunity to do something different. Although I don´t go ballistic when it comes to decorations I do put up a few chandeliers, spiderweb and some other decorations. We got into this when we lived in Denmark and our son´s birthday is early November so it seemed like a great idea to have a Halloween theme. Here are some ideas on how to decorate your home for Halloween.
 

source 1 & 2
source 3
source 4
source 5 & 6
source 7
source 8
Eigið góða Hrekkjavöku | Happy Halloween
kveðja S

27.10.12

Hrekkjavökuhugmyndir | Halloween ideas

Verð að deila með ykkur þessari frábæru síðu þar sem finna má hugmyndir fyrir svo til allt, þar á meðal fyrir hrekkjavöku. Endilega kíkið þarna inn til að skoða uppskriftir, föndurhugmyndir, búningahugmyndir og fleira.

Hér á þessum bæ fer lítið fyrir partíhaldi þar sem synirnir eru að jafna sig eftir hálskirtlaaðgerð en hver veit nema við höldum síðbúna gleði þegar þeir eru orðnir hressir.  Við ætlum samt að dunda okkur eitthvað við hrekkjavökuföndur :)

Það sem okkur líst best á af þessari snilldarsíðu er:

****

Sharing with you this great website, which is full of ideas for just about anything...including Halloween.

Although we aren´t quite in the party mode these days since both the boys are recovering from having their throat-tonsils removed we do intend to get a bit crafty :)

What we like best from the Familyfun website is:


{details}

{details}
{details}
{details}



Segjum þetta gott í bili... | That´s it for now...
o&o
M

24.10.12

Afmælisgjöf...til þín | Birthday present...for you

Við systurnar duttum í framkvæmdastuð um helgina og saumuðum nokkur snyrtiveski. Og þar sem við erum nýbúnar að eiga 1 árs afmæli datt okkur í hug að gefa eina slíka.

Þannig að ef þig vantar eitthvað undir púðurdósina, varaglossið og símann...eða fyrir tannburstann þegar þú skellir þér í helgarferð skaltu skrifa athugsemd hér fyrir neðan með netfangi og nafni. Ekki gleyma að segja hvaða tegund þig langar í...þær eru í þremur stærðum (sjá undir myndunum).

Drögum eftir viku eða þann 31. október!

****

We finally managed to get into actionmode and sew some pouches last weekend. And we figured that since we have just celebrated our 1st year as bloggers, we could give one of these pouches away.

So if you need something to store your makeup, phone or even your toothbrush for those weekend trips...just leave a comment with your name and email. Don´t forget to mention which one you like...they come in three sizes (see details under the photos).


We will notify the lucky winner after a week, on the 31st of October!


{Nr. 1 - 16cm hæð (height) x 21 cm lengd (length)}
{Nr. 2 - 17cm hæð (height) x 20cm lengd (lenght)}
{Nr. 2a - 17cm hæð (height) x 20 cm lengd (lenght)}
{Nr. 3 - 18cm hæð (height) x 25cm lengd (lenght)}


Enjoy your evening!
mAs

23.10.12

Vantar meira bleikt | Need more pink

Um daginn var alþjóðlegur bleikur dagur og margir mættu í einhverju bleiku í vinnuna þann daginn. Nema ég...ég komst að því að ég átti ekkert bleikt...nema eitt sokkapar og það fékk 9 ára gamall sonur minn lánað til þess að geta verið í einhverju bleiku í skólanum.

Ég er ekki mjög bleik manneskja, frekar svona grá og svört...en hvað myndi ég nú fá mér ef ég ætlaði að "bleikja" mig upp?

****

Earlier in October, on the international breast cancer awareness day, many wore something pink to work. I intended to do as well but found out that I didn´t have anything pink to wear...except for a pair of pink socks which my nine year old borrowed to be able to wear something pink in school.

I am not a very pink person, much rather a grey and black one...but what would I wear if I wanted to pink myself up?


{source 1, 2, 3, & 4}

{via pinterest}

Jæja, ég hef ár til þess að bæta einhverju af þessu í fataskápinn...þangað til get ég alltaf gætt mér á bleikum kökum til að bæta bleiku í líf mitt ;)

****

Well,  I have a whole year to add something pink to my wardrobe...until then I can always pink up my life with a pink cake ;)

{source}

o&o
M

20.10.12

Afmæli! | Birthday!

Það er búið að vera smá andleysi í gangi hjá okkur síðustu daga en svo áttuðum við okkur á að við erum 1 árs! ... og hrukkum í gang. Gengur ekki að vera með lágdeyðu á þessum merku tímamótum ;)

****

We have been a bit lazy with the blog lately but when we realised that it was our 1st birthday we kickstarted back in action.

{source}

Fyrstu póstarnir okkar voru einmitt hrekkjavökutengdir og því við hæfi að taka smá innblástur á það. Það er orðin nokkurs konar hefð hjá okkur að blása til lítillar hrekkjavökuveislu, leyfa krökkunum að skella sér í búning...og fara jafnvel sjálf í búning ;) og borða  eitthvað gott. Alltaf gott að finna sér tilefni til veisluhalda.

****

Our first posts on the blog were halloween related and since it´s almost that time of the year again it seems well in order to have a little halloween inspiration. It has become a custom in our family to throw a little halloween party, let the kids dress up...and the grown ups how feel so inclined ;) and to eat something good. Why not use all chances that we get to have a good time?


1. Tara handmade
2. Rawbone studio
3. Handmade Charlotte
4. Play resource


Eigið ljúfan laugardag | Have lovely Saturday
M


16.10.12

Boðskapur dagsins | Todays message

Við höldum áfram að vera bleikar og minnum okkur á hið einfalda í lífinu er oft það sem skiptir máli. Et, drekk og ver glaðr....er ekki bara gott að lifa eftir því? Bara að muna að tvennt af þessu verður að vera í hófi en hið þriðja má vera í óhófi ;)

****

We continue with our pink theme and this time we remind ourselves that sometimes the simple things in life are the most important. This quote seem like a good mantra to go by; eat, drink and be happy. Just remember to do two of those things sensibly...but the third one should be done in abundance ;)




o&o
M

15.10.12

Bleikar kinnar | Pink cheeks

Herra Tungl svo sætur með bleikar kinnar...

Er rosalega hrifin af þessu veggspjaldi hans Martin Krusche. Það krúttlega við myndina er að hún heitir "Moon - Fur Neil" og sennilega er þar um að ræða Neil Armstrong. Myndi sóma sér vel í barnaherbergi...eða bara hvar sem er í húsinu ;)

****

Mr. Moon looking so cute with his pink cheeks...

I am very fond of this print designed by Martin Krusche. It´s called "Moon - Fur Neil" and is a tribute to the first man on the moon, Neil Armstrong. Very swee. Would look good in a children´s room or just anywhere in the house ;)


{Mimi´s Circus}

Eigið ljúft kvöld | Have a lovely evening
M

13.10.12

Bleikur innblástur | Pink inspiration


Okkar innslag inn í bleikan október, ætlum að hafa bleikt þema þennan mánuð. Við, eins og svo margir aðrir þekkjum hugrakkar konur sem hafa barist og eru að berjast við þennan skæða óvin; brjóstakrabbamein.

****

Our input into pink October; breast cancer awareness. We intend to let this month be a bit pink here on our blog. We, as so many others, know brave women who have fought or are fighting this enemy.




11.10.12

Hunangskaka | Honey cake recipe

Þessa dagana er hunangskaka í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftin kemur frá móðursystur minni og er búin að vera lengi í uppskriftarbókinni minni. Í dag er ég svo heppin að eiga von á góðum vinkonum í miðdegiskaffi svo ég notaði tækifærið og bakaði hunangskökuna góðu. Kaka þessi er mjög bragðgóð og ekki skemmir silkimjúkt smjörkremið í miðjunni fyrir, en ég er mikil aðdáandi að smjörkremi. Það skondna við þessa köku er, að þrátt fyrir nafnið, þá er ekkert hunang í henni en bragðið minnir samt mikið á hunangsbragð. Þegar ég bjó í Danmörku þá voru hunangskökur, sem eru mikið bakaðar þar um jólin, í miklu uppáhaldi og mér finnst þessi uppskrift koma einna næst því að líkjast þessum dönsku.

****

One of my favorite cakes is honey cake, it might sound strange but the recipe has no honey. But never theless it tastes like honey. This recipe is one of my favorite and has been in my family for many years. The recipe comes origninally from my aunt. When I was living in Denmark I loved their honey cakes and this recipe is what I think reminds me the most of the danish cakes.



Hunangskaka uppskrift
2 dl  vatn, 2 1/4 dl sykur, 2 1/4 dl sýróp  
Hitað í potti og brætt saman í potti, ekki soðið,  ½ tsk. engifer sett út í.

1 tsk kanil, 2 egg
Hrært saman og blandað síðan varlega við heitu blönduna.

350 gr hveit, 1 tsk. matarsódi
Blandað varlega saman við eggjablönduna og sett í form. Þessi uppskrift passar vel í 3 tertuform. 

Bakað við 180 í ca 2o mín.

Krem
125 smjörlíki, 1 egg, ½ tsk. rommdropar, ½ tsk vanilludropar, flórsykur eftir smekk.
Apríkósumarmelaði og krem eru sett á milli og 100 gr af bræddu súkkulaði er smurt yfir tertuna.

Honey cake recipe


2 dl  water, 2 1/4 dl sugar, 2 1/4 dl  syrup. This is heated in pot together with ½ tsk genger, dont let it boil
1 teaspoon cinnamon, 2 eggs. mixed well and then put the heated blanding together with it.
350 gr, flour, 1 teaspoon natron mixed together with the other ingretients and put into greased from  and baked for 20 min with 180 c.

Crem
125 gr. margarine, 1egg, 1/2 teaspoon rum extract, 1/2 teaspoon vanillu extract, powdered sugar this is mixed together into crem. I then often put some apricot jam in the middle of the cake.

Hope you enjoy your cake, if any question sent me mail.

 http://youtu.be/X9VQQ40aJVQ



Verði ykkur að góðu
 S
                                                          

10.10.12

Krítarhurð | Chalkboard door

Loksins eftir langa umhugsun er komin upp krítarveggur þ.e. krítarhurð í eldhúsið hjá mér. Þetta var ótrúlega einfalt  verk, loksins þegar ég kom mér af stað í það. Til að vera nú alveg viss um að vera ekki að gera neina vitleysu hafði ég samband við Óla í A1 málun og fékk ráð hjá honum. Hann sagði mér að byrja á að matta hurðina með sandpappír, grunna hana svo með fixprimer frá Flugger og svo væri bara að mála tvær umferðir af töflumáningu. Hurðin var svo tilbúin til "notkunar" eftir ca. 6 tíma.

Það var ótrúlegt hvað þessi litla breyting gerði fyrir eldhúsið, það varð strax miklu hlýlegra. Dætur mínar tvær voru yfir sig hrifnar og hreiðruðu um sig fyrir framan dyrnar. Sú eldri fór fljótlega að æfa sig með heimanámið á krítarveggnum, svo það er greinilegt að þetta getur nýst vel sem hvatning til að gera heimanám.

****

Finally after having thought about it for some time, I now have my own chalkboardwall or better to say my one chalkboard door in my kitchen. I got council from the painting company A1 and got the advice that it would be best to use sandpaper to make the door matte and I should then use base painting called fixprimer from Flugger. After that I should paint twice with the chalkboard paint. After six hour it was ready to use :-).

This small change has given the kitchen a very cozy feeling and my two daughter love it. My older one started using it for practicing her home work. So I see that it can be used in many good ways, for exaple to inspire the kids to read and write.


                                                                       
Eigið góðan dag | Have a nice day
S

8.10.12

Orð í tíma töluð | Word up

Er ekki gott að byrja vinnuvikuna á upplífgandi orðum? Orð og bókstafir eru svolítið "trendí" þessa dagana og þykir bara nokkuð flott að hafa skemmtileg plaggöt í ramma með uppáhalds tilvitnuninni eða hvetjandi orðum...eitthvað sem fær okkur til að brosa og fleytir okkur áfram inn í daginn...


****

Isn´t it nice to start the week with inspiring words and phrases? Words and letters have been a bit trendy latley and it´s easy to find cool prints with uplifting and/or funny words to hang up on our wall...something that will put a smile upon our face and brighten our day...


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{mAs}
Eigið notalegt mánudagskvöld... |  Have a lovely evening...
M

6.10.12

Alger refur | Mr. Fox

Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af refum, finnst þetta falleg dýr. Nú er ég alveg viss um að margir eru ósammála mér um ágæti refa en sætir eru þeir og taka sig vel út jafnt á púðum sem húfum. Ég á mér þá ósk heitasta að komast í návígi við eitt stykki tófu og ná nokkrum myndum af henni...en sú ósk hefur ekki ræst enn.

Ég hef einu sinni séð ref í Skotlandi en þeir eru töluvert ólíkir þeim íslensku...rauðir og stórir. Það er óhætt að segja að hjartað hafi tekið smá kipp þegar ég mætti Herra Refi í dýragarðinum í Edinborg...á skokki á göngustígnum. Það tók smá stund að átta sig á því hver var hér á ferð en fyrstu hugsanir voru að eitthvert dýrið hefði sloppið úr búrinu sínu. En svo var ekki...Herra Refur var greinilega í sömu erindagjörðum og ég þarna; að skoða dýrin í dýragarðinum...

****

I´ve always had a thing for foxes and think they are beautiful creatures. Now I´m sure not all would agree with me on this matter since many see the fox as a plague that pests sheeps and such, but they sure are beautiful and look good as a motive for both pillows and hats.

I am always on the lookout for a fox when we go to our summerhouse in the west and hoping to snap a good photo but haven´t been that lucky yet. I have, however, been so lucky to meet a fox in Scotland and they are quite different from their Icelandic uncles...red and big. My heart took a leap when Mr. Fox jogged towards me in the Edinburgh Zoo and it took awhile to register that this wasn´t a caged animal on the loose. It seemed that Mr. Fox was there for the same reason as I was; namely to look at the other animals....


1. I´m afraid I´ve lost this source
2. Folksy
3. Folksy
4. Ohh Deer


1. Donna Wilson
2. Ruttu-Nuttu
3. Bambino Goodies
4. Udder
5. By nord
6. Donna Wilson


1. keenanevans
2. The shop of worldly delights
3. Folksy
4. Winter Petals
5. G & G patterns
6. Awberry


~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~
Have a foxy Saturday ;)
M

2.10.12

Sumarblómin mín | My summer flowers

Núna þegar haustið er komið á fullt skrið er víst komin tími til að kveðja öll fallegu blómin sem hafa prýtt garðinn minn í sumar. Ég fór því út í garð og tók nokkrar myndir af blómunum svona til að hugga mig við þegar mig fer að lengja eftir sumrinu.

****


Now when autumn has arrived I went out in my garden and took some pictures of some of my flowers. Just to to look at when I start longing for the summer to come back :-)


Risa Dalía Dinnerplate Dalhias



Knús og kram
S
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...