Skelfilega sætar ;) |
Hugmyndina að þessum skuggamyndum fundum við hjá góðvinkonu allra húsmæðra, Martha Stewart, og tókst bara bærilega hjá okkur. Áttuðum okkur ekki strax á því afhverju skugginn var ekki nægilega skýr en sáum svo að vandamálið var kertið en það er best að nota lítil kubbakerti (fékk mín í Rúmfatalagernum). Sprittkertin gáfu ekki nægilega mikið ljós.
Þessir bæta dulítið við stemmninguna |
Við náðum nú ekki góðri mynd af ljósablöðrunum okkar en þær komu rosalega vel út og eru einfaldar í framkvæmd: bara að skella glowstick inn í blöðru, binda fyrir og tússa skelfilegt andlit á...
Að vísu ekki okkar blöðrur en sætar samt ;) |
Ekki má svo gleyma búningi eldri sonarins (sá yngri var alsæll með þá búninga sem til voru...spiderman, riddari, íþróttaálfurinn). En hann vildi sum sé vera múmía og móðirin lagðist í það verkefni að búa til búning. Þetta var aðeins seinunnara en ég hélt en hafðist á endanum. Það sem ég gerði var:
- Finna eitthvað hvítt efni (t.d. jersey) og sauma einfaldan heilgalla (muna að skilja eftir op að aftan til að auðvelt sé að fara í gallann, við notuðum tvo af strimlunum til að binda)
- Rífa gamalt lak niður í strimla
- Sauma strimlana á heilgallann, láta endana lafa sums staðar niður og hafa þetta svoldið tætt og druslulegt.
- Sauma nokkurs konar húfu til að geta hulið höfðið að einhverju leyti
- Dífa öllu saman í tevatn (skelltum smá kaffi með) til þess að fá gamalt útlit á gallann
- Við keyptum reyndar grímu á andlitið líka en hún var eiginlega bara fyrir og það kom bara vel út að skella smá grænum andlitslit á drenginn.
Múmía verður til |
Þangað til næst,
M
Flott hrekkjavökuskrautið ykkar og búningurinn er æði:-) knús Stína syst
ReplyDelete