13.11.11

Það er komið að því....

...ég verð bara að vera hreinskilin við Hr. Mánudag...


Verð samt að viðurkenna að ég á ekki heiðurinn af þessu bréfi en fannst þetta eins og "talað" út úr mínu hjarta...Því miður man ég ekki hvar ég fann þetta og getið ekki gefið réttmætt kredit fyrir.

Á íslensku útleggst þetta einhvern vegin svona...

Kæri Mánudagur
Mér þykir leitt að gera þetta ekki augliti til auglitis. En ég held að það sé eitt af vandamálunum...ég bara get ekki "feisað" þig lengur. Það er ekki þú sem ert vandamálið heldur ég. Við bara viljum ólíka hluti...allan tímann sem ég er með þér er ég að hugsa um Föstudag. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt meira, ég bara get þetta ekki lengur. Fyrirgefðu...
Sjáumst síðar...kannski

Ást og kossar
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...