12.11.11

Bókstafir...


...hafa verið að heilla mig undanfarið. Finnst svoldið flott að pota þeim hér og þar...á hillur og veggi, í glugga...Ég hef hins vegar ekki séð mikið framboð af þeim í verslunum hér, nema kannski í Tiger en þeir eru t.d. að selja pappastafi sem hægt er að skreyta sjálfir og einnig keramikstafi. Ég er hins vegar að hugsa um að græja þetta bara sjálf og geta þá haft stafina algerlega eftir mínu höfði. Þarf reyndar að kalla til einn aðstoðarmann, nefnilega pápa gamla, sem á þær græjur sem til þarf í verkið :) Pælingin er að prenta út staf í þeirri stærð sem mig langar í, klippa hann út og teikna á t.d. mdf-við. Svo er bara að saga stafinn út, pússa og mála að vild...sjáum hvernig það fer...

Kasparas regnbue

Kasparas regnbue
Það getur líka verið flott að raða saman bókstöfum í orð, eftir því sem við á:

Fjeldborg


Gæti vel hugsað mér að skrifa HEIMA og líma gamalt landakort framan á (...)

Flott í eldhúsið og nauðsynlegt að minna sig á þetta ;)

Þá er ekki eftir neinu að bíða, bara vinda sér í verkið!
O&O
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...