29.5.15

Gönguferð | Out for a walk

Við systur ákváðum að bjóða veðrinu í byrgin um síðustu helgi. Vorum búnar að finna skemmtilega gönguleið samkvæmt bókinni 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gengið er um Álftanesið og Bessastaði, ca. 6 km. Upphaflega átti ferðin nú að vera barnlaus en allt í einu voru 2 börn komin með í för, týpískar mömmur ;)

Það viðraði sæmilega á okkur í byrjun þar sem við lögðum bílnum við Kasthústjörn en þegar við vorum komnar aðeins á veg byrjaði töluvert að blása. Svo brast á með slagveðri og enn meiri vindi...og blessuð börnin voru farin að hrína undan veðrinu. Við snerum því við og hyggjumst ljúka hringnum síðar. Þetta urðu þó allt í allt ca. 5 km og leiðin er mjög skemmtilegt að ganga hana á góðviðrisdegi....og þeir hljóta nú að fara að koma ;)
****
We ventured for a walk the other day in what seemed to be a nice enough day. After awhile that all changed and the rain decided to show up and "fall" in a horizontal way...with heavy winds. The route we were following is very nice and is about 6 kilometers. We will definately have a go at it soon, when the sun is shining and the wind lays low ;)

Enjoy your Friday!
mAs

3 comments:

 1. Margar skemmtilegar myndir, þrátt fyrir hráslagalegt veðrið!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir, já þetta kom ágætlega út þrátt fyrir skemmtilegheitin í veðrinu :)

   Delete
 2. It was very useful for me. Keep sharing such ideas in the future as well. This was actually what I was looking for, and I am glad to came here! Thanks for sharing the such information with us.

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...