1.6.15

Keramik | Pottery

Ég er dulítið veik fyrir fallegum leirmunum eins og t.d. frá henni Tine K. Ég hef því reynt að hafa augun opin á ferðalögum mínum erlendis og kippa jafnvel einu og einu stykki með mér. Kosturinn við þetta er að þær vörur eru töluvert ódýrari en hinar fyrrnefndar og sumar af þeim eru ekki ósvipaðar. Sennilega lætur blessunin hún Tína framleiða þetta fyrir sig í Marokkó og selur svo undir sínu nafni....allavega er mynstrið á sumu frá henni ekki ósvipað og það sem ég hef rekið augun í.Ég var stödd úti á Spáni fyrr í maí og á þessu svæði er mikið um máraminjar og norður-Afríska strauma. Ég gerði mér því miklar vonir um að finna eitthvað til að bæta í safnið. Það var þó ekki fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, þegar við vorum á brunandi siglingu eftir hraðbrautinni á leiðinni til Grananda, að ég rek augun í gósenlandið. Við vegarkantinn....í akkúrat öfuga átt við þá sem við vorum að fara eru nokkrar keramiksölu í opnum skýlum og ég fæ auðvitað eiginmanninn til að taka u-beygju med det samme ;)

Ég hefði auðvitað alveg viljað taka alveg fullt með mér en lét mér nægja tvær skálar....skildi grænu tagínuna eftir með tárin í augunum...

Eigið ljúft kvöld :)
m

3 comments:

 1. This comment has been removed by a blog administrator.

  ReplyDelete
 2. afskaplega fallegt....verst hvad thad er erfitt ad ferdast med brothaetta hluti....

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já það er nú málið, alltaf áhætta að taka svona með heim...

   Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...