10.5.15

Móðir

Til hamingju með daginn allar mæður! Það er ágætt að staldra við á svona degi og hugsa út í hvað maður er heppinn...að vera móðir og eiga móðir. Ég á móðir sem ég get alltaf leitað til og oftar en ekki er það fyrsta sem manni dettur í hug, þegar eitthvað bjátar á, að hringja í mömmu. Og svo er ekki verra að njóta félagsskapar móður sinnar; fara í bíó, göngutúra og verslunarferðir...og bara vera saman. Til hamingju með daginn mamma :)Svo er ég svo heppin að vera móðir og það er ekki sjálfgefið...og meira að segja ekki öllum gefið. Í mínu tilfelli þurfti að fara að krókaleiðir til að komast í þetta hlutverk og stundum var óvíst hvort það myndi takast. En eftir töluverða bið og löng ferðalög eignaðist ég það dýrmætasta sem ég á. Þessir guttar fylla lífið af lit, tilgangi, gleði, látum, óþekkt, uppátækjum og síðast en ekki síst af ást.Njótið dagsins mæður...og leyfið húsinu bara að vera skítugu, það eru samverustundirnar sem skipta máli ;)
m


1 comment:

  1. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...