8.7.14

Indjánar

Við erum nýbúin að eyða tæpum tveimur vikum fyrir vestan í dalnum okkar. Þar er margt hægt að dunda og sýsla og yfirleitt eru guttarnir alsælir. Þó kemur fyrir að mönnum leiðist og þá þurfa foreldrarnir að vera duglegir við að brydda upp á einhverju skemmtilegu. Og þar sem þessi mamma hefur alltaf verið dulítið hrifin af indjánum (dreymdi meira að segja um að indjánar myndu gera innrás í lítið þorp á vestfjörðum forðum daga, en það er önnur saga)...datt henni í hug að fá guttana með í indjána leik.

Tjaldið er búið til úr greinum og efni sem til var á svæðinu. Það var svo málað og skreytt að indjána sið. Maturinn var teiknaður á pappa og skorinn út og fjaðrirnar málaðar á kassa utan af sælgæti. Bogann bjó eldri sonurinn til úr aspargrein og nælonspotta...og hann virkaði bara ansi vel. Niðurstaðan var sú að Urrandi björn og Stökkvandi kisa voru alsælir með híbýlin :)

****

We just got back from spending two weeks in our summer cottage in the westfjords. The kids are usually really content while they are there and run around in the woods and play, but sometimes they get a bit restless and need mom or dad to play with them. This mom decided upon building a tipi and turning the boys in to native-americans...which she had a fascination for as a teenager ;) We made the tipi from big branches and some fabric we had lying around. The tipi was then decorated with some paint. For the food we used cardboard paper and some heavystock paper for the feathers. The bow was made from a twig and some nylon thread, and it worked quite well. This all turned out really well and Growling Bear and Jumping Cat had a great day :)
















Enjoy your day!
m

1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...