18.7.14

Ég {hjarta}.... | I {heart}....

...veitingastaði sem bjóða upp á góðan mat á fínu verði...og eru flott innréttaðir. Litla fjölskyldan rambaði inn á Primo á Grensásvegi og það er óhætt að segja að við höfum rambað út aftur sátt...og södd ;) Primo býður upp á ítalskan mat og maturinn er súpergóður, mæli með pizzunum! Drengirnir fengu ókeypis ís í eftirrétt og voru aldeilis sáttir við það. Svo er staðurinn bara töff...stórt hrós til þess sem sá um hönnunina!

Ljósin hefðu alveg mátt koma með mér heim og einnig víravirkið á veggjunum. Ekki var svo verra að hægt er að kippa með sér tiramisu með sér til þess að njóta heima....og alls ekki var það verra að þjónustustúlkan gaf okkur krukku af pestói sem verður prufað við fyrsta tækifæri.

Ég tek það fram að ég er ekki á prósentum né hef ég persónulegan ávinning af því að auglýsa staðinn...en það er allt í lagi að segja frá því sem gott er :)

Þannig að drífið ykkur á Primo...pronto!

****

Had such a lovely dinner with my boys last night. I just love it when you discover a new restaurant that offers great food and has a very cool interior. Those industrial lights are on my wishlist and the wire sculptures are more then welcome to move in with me. So if you are ever in Reykjavík ...check Primo out :)Eigið ljúfan föstudag!
m

2 comments:

 1. vá flott og girnilegt - þurfum að prófa þennan stað :)

  kveðja
  Langholtsbúar

  ReplyDelete
  Replies
  1. Mæli sko heldur betur með því, Elvar Orri segir þetta besta mat EVER! ;)

   Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...