25.7.14

Helgarkakan | The weekend cake

Ekki verra að skutla í þessa um helgina, afskaplega einföld og afskaplega góð.





Kakan:
150 g mjúkt smjör
2 dl strásykur
2 egg
1/2 dl sýrður rjómi eða grísk jógúrt (ég notaði þá grísku)
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft

Toppurinn:
75g smjör
2 dl möndluflögur
1/2 dl strásykur
1/2 dl hunang
1 1/2 msk hveiti
1 1/2 msk mjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 175 gráður
Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
Bætið eggjunum saman við, einu í einu
Hrærið sýrða rjómanum/grísku jógúrtinni saman við
Bætið hveitinu og lyftiduftinu við blönduna
Hellið blöndunni í smelluform (ca. 24cm)
Bakið í 20-25 mínútur, neðarlega í ofninum

Á meðan kakan bakast búið þið til toppinn;
Öllu hráefninu skellt í pott og látið malla í smá stund
Hellið blöndunni yfir kökuna og setjið hana svo aftur inn í ofninn, fyrir miðju,  í ca. 10 - 15 mínútu

****

This lovely Toscacake is just perfect for the weekend baking. The recipe comes from Arla and you can find the recipe there, in swedish :)



Góða helgi!
m









No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...