4.7.14

Fiðrildi | Butterfly | Sommerfugl

Vissuð þið að á dönsku útleggst fiðrildi sem sommerfugl...sumarfugl? Fallegt orð og ekki veitir manni af því að umkringja sig með einhverju fallegu og sumarlegu þessa dagana.

En það var sem sagt kominn tími á að skipta út fallegu snjókornunum (og þó - kannski fer að snjóa bráðum) sem eldri sonurinn bjó til fyrir jólin. Ég hafði rekist á þessa hugmynd fyrir löngu á vafri mínu og ákvað að nota inniveðrið í föndrið.

Framkvæmdin er ósköp einföld og að sem þú þarft er;
* fallegur pappír
* band, bakaratvinni eða borði
* skæri
* karton til að búa til sniðið - ég notaði pappann utan af morgunkorni

Fyrst býrðu til sniðið og það er í raun bara ferningur og hringur sem skarast - í þeirri stærð sem þú vilt að fiðrildin séu. Því næst teiknarðu eftir sniðinu á pappírinn, klippir út, brýtur saman (harmonikkubrot), bindur bandið/borðann um miðjuna og flettir pappírnum út...et voila! Þú ert komin með sumarfugl :)


****

Did you know that the danish word for a butterfly is *sommerfugl*, which means sommerbird...such a lovely word. And that´s just what I need these days...something beautiful and makes you think of summer, we sure aint having a summer these days in Iceland.

I decided it was about time to take down the cute snowflakes my older son made before christmas and make some these lovely butterflies. The idea comes from here and you will find instructions there in english.

Have a bright and summer-y day ;)
m

6 comments:

 1. en skemmtileg fiðrildin:) gaman að breyta svona um eftir árstíð:)
  sumarkveðjur Sif

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir Sif, já það er svoldið gaman :)

   Delete
 2. Sérlega sumarlegur og svo fallega litríkur!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já og ekki veitir manni nú af sumarlegum og litríkum hlutum þessa dagana :)

   Delete
 3. flottir sumarfuglar :)

  kveðja
  Langholtsfrúin :)

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...