17.3.14

Forstofupælingar | Hall thoughts

Ég þarf að fara að taka forstofuna í gegn hjá mér...einhvern veginn er hún alltaf ófær vegna skótaus ungra drengja, skólataskna og úlpna. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja þetta eitthvað betur...og fá ungu drengina til þess að hengja upp dótið sitt. Forstofan er óttalega lítil og opnast beint inn í alrýmið (svo fancy orð ;) þannig að það skiptir miklu máli að hún sé nú snyrtileg og hugguleg ;) Mig dreymir um stóra forstofu, lokaða...með fullt af skápum og snögum fyrir allt sem fylgir fjögurra manna fjölskyldu. En...það kemur vonandi einhvern tímann og þangað til ætla ég að láta mig dreyma um Hang it all snagann þeirra Eames hjóna.

****

My hall...foyer? (not quite sure what the right term is) but anyways it needs some touch up. We seem to be always climbing mountains of young boys shoes, jackets and schoolbags. There has to be a way to organize it and stop risking our necks just to get in to the apartment. I long for a big hall, that you can close off from the rest of the house, with lots of cabins and hooks for everything that comes with a family of four. One day....but until then I am going to dream about the Hang it all hooks, that could solve some of my problems ;)


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Vona að vinnuvikan byrji á ljúfum nótum | Hope you have a great start to the week :)
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...