6.1.14

Sammari | Sammy

Sunnudagsmaturinn var ekki af verri endanum þó um afganga væri að ræða en við áttum smá afgang af kalkún. Til þess að drýgja kjötið ákváðum við að hafa bara samlokur í kvöldmatinn og vorum sko ekki svikin með þær. Þetta er svo sem ekki flókin matseld en einhvern veginn small allt svo vel saman að ég bara að verð að deila þessu með ykkur ;)

Við notum gróft heilsubrauð í lokurnar sem við ristuðum og smurðum með honey mustard majonesi (keypt í Hagkaup). Sneiddum kalkúnan í þunnar sneiðar og lögðum ofan á. Því næst settum við þunnar sneiðar af brie osti og rucola kál. Ofan á það kom beikon og toppurinn var svo rauðlaukur, svissaður í hlynsýrópi...ekki spillti fyrir að eiga líka afgang af kartöflunum sem meðlæti. Svooo gott og ég hvet ykkur til að gera svona næst þegar þið eigið afgang af kalkún, eða kjúlla.

****

We had some turkey leftovers and decided to make a sandwich and it was delicious. We used brown bread and honey mustard mayo topping. Sliced the turkey into thin slices and started assembling the sammy ;) After the turkey came thin slices of brie cheese and rucola (?). Then crispy bacon and the "icing on the cake"; carmelized red onion with a splash of maple syrop...and then we had some leftovers of potatoes to have on the side....oh my goodness it was good ;)


Eigið ljúfan mánudag,
m

4 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...