30.6.13

Uppáhalds staðurinn | The favorite place

Loksins komumst við á uppáhaldsstaðinn okkar...þangað sem við förum á hverju sumri, nokkrum sinnum yfir sumarið. Þangað sækjum við okkur orku, njótum náttúrunnar og samvista við hvert annað. Þar er nóg að starfa og fullt af verkefnum sem bíða...en svo er líka hægt að setjast bara út á pall með góða bók og njóta kyrrðarinnar. Það er vissulega blessun að eiga svona athvarf til að sækja í og við erum byrjuð að pakka fyrir næstu ferð :)

****

We finally got to go to our favorite place...where we go every summer, and quite a few times each summer. We go there to relax, stock up on mountain energy, enjoy nature and each other. There we can find so much to do, whether it is to attend to the cabin and the land or just to sneak out to the back porch with a good book and enjoy the peace. It truly is a blessing to have such a sanctuary to go to and we have already started packing for the next trip :)

{Nývaknaðir bræður bíða þess að húsið hlýni - Waiting for the house to warm up}
{Náttúrunnar notið - Enjoying nature}
{Glaður útistrákur - Happy camper}
{Afmælisgjöfin (vöðlur) prufuð - Testing his birthday present}
{Tína blóm handa afa - Picking flowers for grandad}

Njótið dagsins, mér sýnist hann ætla að verða góður hér í Reykjavíkinni. | Enjoy your day, looks like its going to be a good day here in Reykjavík.
m

28.6.13

Blómstrandi föstudagur | Floral Friday

Óður til litanna í náttúrunni sem gefa okkur innblástur og fegra lífið...njótum litagleðinnar sem þessi árstíð býður upp á....

****

An ode to the colors of the nature, the colors that inspire us and make life more beautiful...lets enjoy the colors and the beauty that this season offers...


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

m

27.6.13

Sumarfötin? | Summeroutfit?

Ég ætla að sleppa sumarfata innblæstrinum í bili, þessum þar sem ég læt mig dreyma um flotta sandala og létta kjóla. Tek frekar útivistarfata innblásturinn þar sem mér sýnist ég þurfa meira á þeim að halda þetta sumarið ;) Enda svo sem alltaf gott að eiga praktískt (og töff) útivistarföt í ferðalögin og útilegurnar.

****

I am skipping the someroutfit inspiration for awhile, you know; the one where I dream of cool gladiator shoes and airy dresses. I think I´ll rather make a wishlist of the outdoorsy clothes I might need instead, since our summer here isn´t turning out so good...so far (fingers crossed). And anyways, who needs gladiator shoes and skimpy dresses when you can dress like this:

{source}



1. Orange jacket
2. Vest
3. Green anorak
4. Green holdall
5. Backpack
6. Traveler

{source}



1. Rainjacket
2. Wellies
3. Jacket
4. Backpack
5. Outfit

Njótið dagsins! | Enjoy your day!
m

26.6.13

Afmælisveisla | Birthday party

Við systurnar slógum saman í afmælispartý núna í júní, dóttir mín er fædd 17. júní og sonur hennar fæddur 21. júní. Svo það var tilvalið sérstaklega í ljósi þess að miklar annir voru framundan í júní. Það er reyndar talsverður aldursmunur á frændsystkinunum en stóri frændi sem varð 10 ára var bara stoltur af því að halda upp á sameiginlegt afmæli með litlu frænku sinni sem varð 2ja ára.  Við vorum ákveðnar í að njóta þess að eiga sumarbörn og halda veisluna utandyra, dagsetningin 16. júní var valin vegna þess að veðurstöðvum bar saman um að sá dagur yrði þurr og sólríkur. Staðsetning var Guðmundarlundur, þar fengum við lánaðan gamlan sumarbústað. 

Allt gekk samkvæmt áætlun nema veðrið, því það ákvað að rigna, reyndar ekki mikið en samt úði allan daginn. Það var frekar erfitt að sætta sig við það, en það þýddi ekkert annað og við bara brunuðum í Rúmó og keyptum tvö lítil partýtjöld og vonuðumst svo til að gestir mættu vel klæddir. Þetta fór allt mjög vel fram, grillaðar pylsur, ís í brauðformi og fullt af kökum, gamli bústaðurinn kom sér sérlega vel því þangað var hægt að fara og ylja sér. 

Hér koma svo nokkrar myndir af veisluhöldunum.


*******
My sister and I decided to have a double birthdayparty for our two children born in June, even though her son was turning 10 and my daughter only 2. He was proud to have a birthday party with his little niece. We decided to have the party outside on the 16th of June and to have an outdoors party. Everything about this day was great, exept for the weather...it rained the whole time, but we did not let it stop us from having a good time...and enjoy the cakes, hotdogs and icecream!

Sharing with you some of the photos from the celebration.





Enjoy the day and don´t let the weather stop you from having fun!
Knús 
S


25.6.13

Afmæliskakan / Birthday cake

Smá sýnishorn af bloggi morgundagsins.  Afmæliskakan í 2ja ára afmælinu hjá dóttur minni var bleik ugla, fleiri myndir úr afmælinu koma á morgun :) Uppskriftin af kökunni er að finna á Eldhússögur.com ; besta Skúffukakan.

*****************

A little sneak peek from tomorrows blogpost. The cake I made for my daughter 2 years old birthday was a pink owl cake, more pictures from the birthday in tomorrows blog. You can find the recipe here.


Enjoy your day
S

15.6.13

Afmælisinnblástur | Birthday inspiration

Það er farið að styttast í tveggja ára afmæli litlu prinsessunar minnar og núna er ég á fullu að leita að skemmtilegum hugmyndum af afmæliskökum og útileikjum. Í ár ætlum við að halda útipartý, erum búin að vera að óska eftir góðu veðri, annars verðum við bara að klæða okkur vel :)

Hérna eru svo nokkrar hugmyndir sem gæti verið skemmtilegt að prófa.  Einnig er hægt að kýkja á 1 árs afmælis veisluna síðan í fyrra hérna.

*******
Soon I will have a litle birthday girl, my litle one will be 2 years old next Monday. So now I am looking for good ideas for her birthday party, both for the birthday cake and some outdoor games.  This year we are having the birthday outside so we hope for good weather and if we don´t get that we´ll just have to dress warmly.  Here you can see pictures from her birthday last year.

{source}

{source}

{source}

{source}

{source}

{source}

 Enjoy your day
Knus og kram
S

14.6.13

Það sem sérhver kona þarfnast.... | What every woman needs...

...er krúttleg budda/veski/tuðra...Við systurnar duttum alveg í framleiðsluna á þessum buddum sem hægt er að nota undir snyrtivörurnar eða bara hvað sem er. Einhverjar af þeim hafa verið notaðar sem svokölluð "clutch" veski...sem ég bara veit ekki hvað kallast á íslensku.

Buddurnar okkar fást í vefversluninni okkar, sem fer alveg að opna aftur eftir smá endurbætur. Þessar röndóttu fást í hinni dásamlegu búð Púkó & Smart og einnig fór dágóður slatti af mynstruðum buddum í hina krúttlegu Fiðrildið/Beroma. Kíkið á ´etta! ;)

****

... is a cute pouch/bag/clutch...We have just finished making a bunch of these cuties and are selling them in two stores in Reykjavík, and in our webshop (which is re-opening after a "tidy-up"). They are super cute and in fact a must for the summer ;)





Sumarið virðist loks komið í Reykjavíkina, njótið dagsins! | Summer has finally arrived in Reykjavík, enjoy your day!
m

12.6.13

Hlakka til....| Looking forward to...

...að leggja land undir fót og njóta íslensku náttúrunar. Með bílinn fullan af dóti, uppáhalds mönnunum mínum þremur, góðu nesti og tónlistina í botni. Ég er svo heppin að gaurarnir mínir vilja bara hlusta á sömu tónlist (svona að mestu) og við foreldrarnir, þ.e. svona "fullorðins" tónlist. Þannig að við höfum aldrei þurft að hlusta á Skoppu og Skrítlu alla leiðina vestur á firði ;)

Og nú er sumarfríið að bresta á og vonandi kemst maður sem fyrst á flakk!

****

....going on a roadtrip and enjoy the Icelandic nature. With my car loaded with stuff, my favorite guys, something good to eat and great travel music. Fortunately my boys love to listen to "grown-up" music so we have never had to listen to the same children song on repeat for several hours ;)

And with my summervacation around the corner I am in the mood for a roadtrip!

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}








8.6.13

Sænskur draumur | Swedish dream

Dásamlegt sænskt heimili sem ég gæti vel hugsað mér að flytja inn í strax í dag. Það er ljóst og bjart og fullt af fallegum björtum litum og skemmtilegum hlutum...er alveg að elska þennan stíl.

****

Sharing with you a wonderful Swedish home that I could see myself moving into today. It is bright and full of lovely bright colours and eccentric little things...I am totally loving this style.








Smellið hér ef ykkur langar til að sjá fleiri myndir, sýnist hún reyndar vera seld...svona ef þið voruð farin að spá í að flytja ;) | If you want to see more photos click here, but unfortunately the property is sold...just in case you had started planning to move ;)

Have a lovely day!
m

5.6.13

Boys will be boys...

Þessi póstur er fyrir strákamömmurnar. Ég á sjálf tvo stráka en enga prinsessu og þó að stundum læðist að manni löngun til að kíkja í bleiku deildina er strákadeildin bara æðisleg. Að eiga stráka þýðir fjör, hamagangur, uppátæki, steinar og naglar í vösum...svalirnar fullar af prikum sem endalaust er verið að bera inn í hús...star wars..."ganni-slagir"....og mömmuhjartað sem bráðnar endalaust yfir litlu skaðræðunum sínum ;)

****

This post if for the boy mommies out htere. Having two boys myself the occasional longing for the pink department pops up but I am truly happy about staying in the boys department. Having boys means fun, noise, stones and nails in pockets...balconies full of sticks that find their way into my home...Star Wars...fighting (for fun and for real sometimes...and a mom heart that constantly keeps melting for these little rascals ;)


{source}
{source 1 & 2}
{source 1 & 2}
{source}
{source}
{source 1 & 2}
{source}

Eigið ljúfan dag...og munið bara að anda djúpt næst þegar þeir slá niður uppáhalds vasann með geislasverðinu... | Enjoy your day..and just rembember to breath deeply the next time they knock down your favorite vase with the light saber...
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...