Jólatré í stofu stendur...
Tréið mitt fór í standinn í gær, fallegur normannsþinur sem fær heiðurssess í stofunni. Það er þó ekki búið að skreyta hann enn enda á ég mjög erfitt með að láta af þeim gamla vana að skreyta tréið á Þorláksmessu og kveikja á því á Aðfangadag kl. 18....á slaginu! Þannig var það hjá okkur þegar ég var lítil; mamma og pabbi skreyttu tréið eftir að við sofnuðum á Þorlák og við vöknuðum spennt á Aðfangadagsmorgun til að líta á dýrðina. Þegar klukkan sló svo sex um kvöldið var seríunni stungið í samband.
En fyrir þá sem hafa ekki gaman af þessum hefðbundnu jólatrjám, lifandi eða gervi, má líka fara aðrar leiðir...
Mér finnst ljósmyndajólatréið alger snilld og gæti vel hugsað mér að gera svona einhvern tímann, skemmtileg hugmynd og jafnvel hægt að nota myndir frá líðandi ári og rifja þannig upp góðar minningar.
Eigið ljúfan dag,
m
BCOM 1st Year TimeTable 2020
ReplyDeleteBCOM 2nd Year TimeTable 2020
BCOM 3rd Year TimeTable 2020
Agra BCom Time Table 2020
These minimal information and facts will be built coupled with numerous track record information and facts. I favor this significantly.