20.12.16

Jólatré í stofu stendur...

Tréið mitt fór í standinn í gær, fallegur normannsþinur sem fær heiðurssess í stofunni. Það er þó ekki búið að skreyta hann enn enda á ég mjög erfitt með að láta af þeim gamla vana að skreyta tréið á Þorláksmessu og kveikja á því á Aðfangadag kl. 18....á slaginu! Þannig var það hjá okkur þegar ég var lítil; mamma og pabbi skreyttu tréið eftir að við sofnuðum á Þorlák og við vöknuðum spennt á Aðfangadagsmorgun til að líta á dýrðina. Þegar klukkan sló svo sex um kvöldið var seríunni stungið í samband. 

En fyrir þá sem hafa ekki gaman af þessum hefðbundnu jólatrjám, lifandi eða gervi, má líka fara aðrar leiðir...

{source}

{source}
{source}

{source}
{source}

{source}
{source}
{source}

Mér finnst ljósmyndajólatréið alger snilld og gæti vel hugsað mér að gera svona einhvern tímann, skemmtileg hugmynd og jafnvel hægt að nota myndir frá líðandi ári og rifja þannig upp góðar minningar.

Eigið ljúfan dag, 
m

18.12.16

Bragðgóðar jólagjafir

Það getur verið gaman að lauma með einhverju heimagerðu góðgæti í jólapakkann og ég er farin að líta í kringum mig eftir nýjum hugmyndum...og kem ekki að tómum kofanum ef ég leita að homemade treats á pinterest. En á meðan ég ákveð mig ætla ég að deila með ykkur tveimur hugmyndum sem eru tilvaldar með jólapakkanum. Möndlubiscotti og Rocky Road er góðgæti sem er oft gert á mínu heimili og biscotti-íið hefur fengið að fljóta með nokrrum pökkum. Lyktin sem kemur þegar það er pakkað er hreint út dásamleg og ég mæli með að þið hendið í eina á þessum fallega degi.


{Rocky Road}

Eigið ljúfan og rólegan sunnudag.

m

17.12.16

Fallegar jóla bloggsíður | Beautiful Christmas blogs

Mig langar að deila með ykkur nokkrar af uppáhalds jólabloggsíðunum mínum. Dásamlegt að renna í gegnum þær til að komast í jólagírinn.

🎄 🎄 🎄


I want to share with you few of my favorite Christmas blog page. Its wonderful to browse through them and let the Christmas mood in.

Prinsesseelin

✰✰✰✰✰
Sjarmerendejul

🔔🔔🔔
Dreamywhitesonline
✰✰✰✰✰


Blueberry
🎅


Helenesinterior

🔔🔔🔔

Knus og kram

S

Jólaföndur fyrir börn - Christmas craft for kids

Ég hef alltaf verið mikill föndrari og alveg síðan ég var barn hafa jólin verið sá tími sem býður mest upp á föndur og allskonar skemmtilegar skreytingar til að gera sjálfur. Munurinn núna og frá því ég var barn er aðallega sá að núna er auðvelt að finna óendalega margar hugmyndir á netinu, sjálf nota ég pinterest mest eða instagram. Eins er núna í boði endalaust úrval af alskonar skemmtilegum föndurefnivið, en þegar ég var barn voru það glansmyndir sem þóttu ótrúlega fallegar enda fátt annað í boði.
 Mín börn fá ekki nóg af því að föndra og finnst að mamma þeirra hafi aldrei nægan tíma til að föndrast með þeim. Ég er alltaf að vinna í því að bæta það og finna skemmtilegt til að gera með þeim, sérstaklega er 14 ára dóttir mín áhugasöm um allt skapandi og skemmtilegt. Hérna eru nokkrar skemmtilegar og einfaldar hugmyndir sem gaman væri að gera með börnunum.

**** 

Ever since I was kid I have loved Christmas and doing some crafts w, so what can be better to do in December than to spend time with your kids doing christmas crafts. My kids love it, they can´t get enough and I´m always planning to do more of it with them. 
Here are some fun ideas.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
Svo má alltaf taka einn hring á pinterest.com og finna eitthvað sniðugt. 

Eigið góðar föndurstundir :)
S

6.12.16

Beðið eftir jólunum - jóladagatal Skeggja


Aðventan er í miklu uppáhaldi hjá mér og það er alltaf svo ótrúlega margt sem mig langar að gera á þessum tíma. Stundum hefur það gerst að ég verð smá svekkt yfir að ná ekki að gera allt sem mig langar til að gera. Núna er ég samt farinn að temja mér annan hugsunarhátt og vera meira í að njóta og upplifa heldur en að ná að framkvæma sem mest og hafa allt hreint og fint fyrir jólin. Jóladagatalið okkar er frábær hugmynd til þess að gefa sér tíma með börnum og njóta þess að vera með þeim. Flestum börnum finnst ótrúlega gaman að fönda en best finnst þeim samt að fá tíma til að vera með mömmu eða pabba og gera eitthað skemmtilegt sama. Það er einmitt það sem ég næ að sameina þegar við setjumst niður og gerum verkefni dagsins og það þarf ekki að taka langan tíma :)

1 desember 2016









Eigið góða aðventu 
Knús 
S

1.12.16

Aðventudagatal

Ég hef undanfarin ár búið til handa drengjunum viðburðadagatöl fyrir hvern dag desembermánaðar fram að jólum en þetta árið ákvað ég að hafa dagatalið bundið við sunnudagana fjóra í aðventunni. Efniviðinn fékk ég í A4 sem hluta af bloggáskoruninni sem er í gangi á þeirra vegum. Ég mæli hiklaust með að þið kíkið á allar skemmtilegu föndurvörurnar í A4 og fylgist vel með öllum bloggurunum sem taka þátt í áskoruninni.



Ég keypti sem sagt hvíta bréfpoka frá Panduro sem koma 24 stykki saman í poka. Myndirnar setti ég upp í photoshop og ákvað að nota línurnar fjórar úr Bráðum koma blessuð jólin. Eitthvað gekk mér nú illa að prenta á pokana svo ég ákvað bara að prenta myndirnar út á fallega pappírinn sem við notuðum á kertin í aðventukransinn og fengum einmitt í A4. Myndirnar límdi ég svo beint á pokana. Klemmurnar átti ég fyrir.

Það kom svo eiginlega sem eftiráhugsun að rugla pokunum og láta drengina raða vísunni rétt saman til þess að finna út hvaða poki væri fyrstur. Og auðvitað fóru þeir létt með það ;)







Eigið ljúft kvöld.
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...