24.7.15

Rabarbari | Rhubarb

Við höfum áður dásamað ágæti rabarbara og fáum greinilega ekki nóg af því. Það er bara eitthvað svo gefandi við að tína fullþroskaða jurtina upp úr moldina, skola, skera og....geyma, frysta, elda, sulta...

Helstu gæði rabarbara, fyrir utan bragðið, er að hann er mjög trefjaríkur og rótin hefur verið vinsæl í gegnum tíðina við hinum ýmsu magakvillum, einnig hefur hann bólgueyðandi áhrif og hitalækkandi. Rabarbari gefur okkur K vítamín og C vítamín, svo eitthvað sé nefnt. Ef þig langar til þess að fræðast meira um næringagildi rabarbara skaltu smella hér.

Við tíndum nokkra stilka fyrir vestan fyrr í sumar og móðirin rifjaði upp þegar hún var ung og læddist í rabarbara nágrannans. Stilknum var svo dýft í sykurkarið og notið...sonunum fannst þetta ekki alveg eins spennandi. Kannski er þetta bara gott í minningunni. En sultan er svo sannarlega góð og var notuð í dásemdar rabarbarakökur í gær...uppskrift á morgun!


****
Our love for rhubarb has been mentioned before and here we are, praising it again. Rhubarb jam is great on waffles and pancakes and a must with the lamb. We picked a good share earlier this summer and are enjoying our jam these day. If you want to find out the health benefits of eating rhubarb, check this out.

Njótið dagsins
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...