15.7.15

Flóamarkaður - 1. hluti | Fleamarket - part 1

Við vorum staddar í Eyjafirði fyrr í sumar og rákum augun í skilti sem auglýsti flóamarkaði við nokkra bæina. Þetta urðum við að sjálfsögðu að skoða betur og ætlum að gera góð skil hérna...svona ef ske kynni að einhver sé á leið norður. Þetta er nefnilega skemmtilegt fyrirbæri og minnir á útlöndin, þar sem allt úir og grúir af loppe-mörkuðum á sveitabæjunum. Foreldrar okkar eiga til dæmis afar fallegt Bavaria matarstell sem gengur undir nafninu Svínastellið...þar sem það var keypt á loppemarkaði á Svínabúi í Danmörku.

Þessi markaður er í Sveinbjarnargerði, hann er kannski ekki stór en vel þess virði að kíkja við og þarna var vel tekið á móti okkur. Og að sjálfsögðu sér maður núna, við að skoða myndirnar, eitthvað sem hefði nú verið sniðugt að kaupa ;)

****

Travelling in the northern part of the country, Eyjafjörður, and we stumbled upon a couple of fleamarkets...and just had to take a closer look :)

Njótið dagsins!
m&s

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...