27.7.15

Hárskraut | Hairpiece

Afar einfalt og fallegt hárskraut fyrir ungar dömur. Við vorum á leið í ljósmyndaleiðangur um helgina og ákváðum að græja eitt svona fyrir myndatökuna. Þetta er svo einfalt að það er varla hægt að kalla þetta föndur...en það einfalda er stundum best.

Það eina sem þú þarft er teygjutvinni og litskrúðuga dúska (pompom). Við fengum teygjutvinnan í þessum fallega appelsínugula lit í Sostrene Grene og dúskana fengum við í Tiger. Teygjutvinninn er þræddur upp á nál og stungið í gegnum þann fjölda af dúskum sem óskað er eftir. Mælt utan um höfuðið á barninu, klippt og bundið. Tilbúið! Þetta má líka nota sem hálsfesti og jafnvel er hægt að gera lítil armbönd.

 ****
An idea for a really...really simple headpiece for a young one. All you need is an elastic twine and some colorful pompoms. Thread the pompoms upon the twine, we used five. Very simple and very sweet.

Njótið dagsins!
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...