Í framhaldi af rabarbara lofsöng gærdagsins kemur hér einstaklega ljúfeng kaka. Í hana var einmitt sultan góða notuð.
Það sem þú þarft:
125 g. smjör
220 g. hveiti
80 g. sykur
30 g. kókosmjöl
2 eggjarauður
ca. 200 g. rabarbarasulta
Fyrir glassúrinn:
200 g. flórsykur
ca. 1 eggjahvíta
Heitt vatn ef þarf
Kökuskraut
Aðferð:
1. Myldu smjörið í hveitið. Mér finnst best að setja það út í í litlum bitum og setja svo vel hreinar hendurnar í það og nudda hveitinu og smjörinu saman, þar til það líkist mylsnu. Bættu svo sykrinum og kókosmjölinu út í.
2. Settu eggjarauðurnar út í og hrærðu saman (ég notaði ká-ið). Ef deigið er of þurrt er í lagi að bæta einni eggjarauðu til viðbótar.
3. Pakkaðu deiginu inn í plastfilmu og geymdu í kæli í ca. klukkutíma.
4. Skiptu deiginu í tvær kúlur og flettu þær út, helst í tvö jafnstóra fleti. Best er að fletja það út á bökunarpappírnum.
5. Smyrðu rabarbarasultunni á annan hlutann og legðu svo hinn hlutann ofan á. Þrýstu þessu aðeins saman.
6. Bakist í miðjum ofni við 175 g. hita í ca. 15 mínútur eða þar til deigið er farið að verða aðeins gullið. Ef kakan bólgnar aðeins upp þegar hún er tekin út er sniðugt að snúa henni á hvolf eða leggja eitthvað flatt ofan á hana í smástund (t.d. annarri bökunarplötu). Við þetta verður kakan alveg slétt.
7. Hrærið glassúrinn og skreytið kökuna (þegar hún er orðin köld).
8. Skerið hana í litla bita og njótið!
{Uppskriftin kemur úr Bolig Liv}
Njótið dagsins!
m