27.2.15

Föstudagar rokka!

Föstudagur og sólin skín...um stund allavega. Það er voða gott að vera komin í rútínuna aftur og enn betra að daginn sé farið að lengja svona mikið, þvílíkur munur að fá birtuna inn í húsið sitt...hægt að taka betri myndir og svona ;)

Mér finnst afskaplega gaman að taka myndir af guttunum mínum en þeir eru nú mis-samvinnuþýðir. Þessar myndir voru teknar hérna heima í stofu á björtum degi og drengurinn var í stuði!













****
A photoshoot with my younger son, who was very cooperative with his mother ;). I love taking photos of my boys but sometimes they aren´t in a photomood, this time it worked and these were taking on a bright day in my livingroom. So here´s to Friday and the days getting longer and brighter!

Enjoy your day!
m

17.2.15

Skipulagt líf

Erum við ekki alltaf að reyna að skipuleggja okkur betur og hagræða? Hérna kemur útprentanlegt vikuskipulag þar sem hægt er að skrá inn tómstundir barnanna, matarplön vikunnar og sitthvað fleira....sómir sér vel á ísskápnum.

Vikuplanið er í boði Skeggja, smellið bara hér og prentið út :)




Eigið ljúfan dag!
mAs

15.2.15

Sunnudagur | Sunday

Rólegheita sunnudagur hérna meginn...brotinn upp með bolluáti, allt eins og það á að vera. Nema hvað að yngri snúðurinn er veikur, eins og við manninn mælt þar sem við foreldrarnir vorum að ræða það fyrir nokkrum dögum að við hefðum nú sloppið ágætlega vel við veikindastúss...7, 9, 13....

Þannig að hann verður að dúsa inni og þá þarf að hafa ofan af fyrir mönnum. Þennan fallega tígra hafði ég rekist á fyrir nokkru en ekki komið því í verk fyrr en núna að búa hann til. Það er hægt að prenta hann út á A4 örk eða A3 ef þið hafið þannig prentara. Okkar er í A4 og á 180gr. karton. Hér finnið þið slóðina á ef ykkur langar til að prufa.







Nice and easy Sunday on my side...execept for the fact that my young one has the flu. We had just been discussing that we had been rather lucky this winter and the boys had escaped being sick for the most part...knocking on wood, that doesn´t seem to have worked this time ;)

We just made this super cute tiger which can be printed on either A4 carton or A3. We made our in A4 on a 180gr. paper. Here is the link if you want to try.

Enjoy you Sunday!
m

13.2.15

Litagleði í Belgíu | Colors in Belgium

Í þessu sérlega litaglaða og fallega heimili býr Yvonne, ljósmyndari, bloggari og höfundur bókarinnar Yvestown in the kitchen. Heimilið hennar er fersk blanda af skandinavískum og enskum stíl og léttleikinn í fyrirrúmi.











photos via: decor8

Og ef ykkur langar til að pastela upp heimilið:



1. John Lewis 
2. Houzz
3 & 4. Cath Kidston
5. Leila´s General store

****
The photographer, blogger and author of the book Yvestown in the kitchen lives in this colorful and lovely home in Belgium. Her house is a successful mixture of scandinavian and english style, where the furniture is light and the color is added with colorful items in pastel.


Have a great weekend!
m

11.2.15

Autt pláss annar hluti | Empty wall part two


Blessaður veggurinn heldur áfram að öskra á mig í tómleika sínum. Ég minntist á hann um daginn þegar jólateppið fór ofan í kassa og hef nú verið að dunda mér við að skella myndum á vegginn...í photoshop. Það er ágætt að geta séð þetta svona fyrir sér áður en ákvarðanir eru teknar...

****

The wall above my sofa keeps screaming at me in its emptiness and I think its time for action. I´ve mentioned it before, when the christmas quilt was packed into a box, and now I´ve been using photoshop to see how various photos/illustrations could look on the wall. Quite handy before the final decision is made...




Njótið dagsins
m

10.2.15

Grátt | Gray

Það er óttalega grátt og litlaust um að litast þessa dagana...vantar svo sannarlega lit í umhverfið. En ég fæ dass af litagleði í nýja múmínbollanum sem eiginmaðurinn gaf mér og Björn Wiinblad plattanum sem ég var að festa kaup á. Ég átti fyrir svarta júníplattann en þessi rauði er nýr og er fyrir apríl mánuð. Hann minnir mann líka á að það styttist í vor með vorregni og krókusum.

****

The outside world is rather gray these days and lacking of color. But I enjoy the colors in my new moomin mug and Björn Wiinblad platter. I had the black June platter before but the red one, April, is new. It reminds me of the fact that April, with spring showers and crocuses, isn´t that far away.








Njótið dagsins
m

8.2.15

Falleg heimili /Smukke hjemm

Loksins er ég búin að finna "drauma húsið" það er hús sem hefur alla möguleika á að verða drauma heimilið. Það sem ég vildi hafa í var; góður garður, sem ég ætti ein ;), möguleika á að útbúa sér íbúð handa krökkunum þegar þau vilja komast aðeins meira útaf fyrir sig, 4 svefniherbergi, úti snúrur, sjónvarpskrók, fataherbergi og gróðurhús. Þetta er kannski ekki allt komið, en möguleikarnir eru til staðar svo það eru spennandi tímar framundan, Um leið og við fáum húsið afhent ætla ég að skella inn myndum og leyfa ykkur að fylgjast með hvernig gengur með framkvæmdir. Þangað til læt ég mig dreyma og skoða falleg heimili á netinu.

*********

Finally I have found my "dream house" or at least it has all the possibilities of becoming my dream house. What I wanted for my home was a garden that I don´t have to share, four bedrooms, tv corner, and a greenhouse in the garden. I don´t have all this now but I can see the possibilities there. As soon as I get the keys to my new home I will put in some photos. Until then I´ll keep on looking at beautiful home on the internet.



Knús og kram
S

7.2.15

Rólegheit...

Uppáhaldshornið í húsinu, sem er ansi vel nýtt þessa dagana þar sem húsfrúin hangir inni í veikindaleyfi og dáist að birtunni úti :)

****
My favorite corner in the apartment and its been used quite a lot these last days since I´m off from work on sick leave...so this is the favorite spot to sit with a good book or a magazine and gaze out at the daylight :)






Njótið laugardagins....og helgarfrísins!
m

6.2.15

Eins manns fjársjóður... | One man´s treasure...

Um síðustu helgi var ráðist í stórt verkefni...verkefni sem var búið að vaxa foreldrunum í augum lengi...nefnilega að hjálpa yngri syninum að taka til í herberginu. Hann er skondin skrúfa, yngra gullið, og á það til að fylla herbergið af plastpokum með hinu og þessu, prikum, miðum og pappakössum. Hann sér þetta sem skemmtilega hluti og án efa gegna þeir lykilhlutverkum í leik hans en í okkar augum var þetta bara drasl. En það er alls ekki auðvelt að láta þessa hluti hverfa því hann er mættur í herbergisdyrnar um leið og við stígum fæti þar inn og oftar en ekki hefur hann nappað mig með eitthvað góss á leiðinni að ruslatunnunni.

Þetta hafðist samt allt að lokum, án stórra árekstra.

****

Last weekend we decided to tackle a huge project that we had been procrastinating for quite some time, namely tidying up our younger son´s room. He has the tendency to gather stuff in his room, stuff that we regard as junk but he sees as treasures...plastic bags, sticks, boxes etc. And he watches his room like a hawk after having caught his mother more than once on the way to the bin with some of his treasures.

But we succeeded in making his room liveable and everyone is happy.






Eigið ljúfan dag!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...