14.1.15

Rocky Road

Þetta gómsæti var búið að vera lengi á "prufa-þetta" listanum mínum. Um jólin lét ég loks verða af því og meira að segja tvisvar. Mér sýndist þetta renna ljúflega ofan í mannskapinn sem þáði og mér fannst þetta ansi gott og ekki verra að framkvæmdin er einföld. Ekki vitlaust að eiga svona heimatilbúna nammibita í frysti eða að skutla í svona þegar manni vantar einfaldan og fljótlegan efttirrétt.

Það sem þú þarft:
200 gr. dökkt súkkulaði (70%)
200 gr. rjómasúkkulaði
35 gr. sykurpúða
50 gr. salthnetur
25 gr. pistasíuhnetur
5 mjúkar rjómakaramellur
5 harðar rjómakaramellur (t.d. Werther´s original)
Klípu af salti

Það sem þú gerir: 
Settu bökunarpappír í ferkantað mót (20x20cm).
Brytjaðu súkkulaðið niður, bræddu það í vatnsbaði og leyfðu því svo að kólna aðeins.
Saxaðu hneturnar og karamellurnar niður og blandaðu við súkkulaðið ásamt sykurpúðunum. Geymdu samt smá til að sáldra ofan á.
Helltu blöndunni í mótið og dreifðu úr.
Sáldraðu restinni af hnetunum og sykurpúðunum ofan á.
Skvettu smá grófu salti yfir súkkulaðið og leyfðu þessu að harðna (gott að setja inn í ísskáp í smástund).
Skerðu niður í smáa bita og njóttu :)






****
This tasty recipe has been on my list for a while now and now its finally been tried and received the thumbs up. It´s quite easy to make - no baking! - and good to have in the freezer or to make when you need a quick dessert.

This is what you need: 
200 gr. chopped dark chocolate (70%)
200 gr. chopped milk chocolate
35 gr. marshmallows
50 gr. salted peanuts
5 soft toffees, chopped
5 hard Cream toffees (Werther´s originals), chopped
Pinch of salt

This is what you do:
Line a square baking pan (20x20cm) with baking paper.
Melt the chocolate and let cool slightly.
Add most of the marshmallows, peanuts, pistachios and the caramels to the chocolate, but save some of it to sprinkle on top.
Leave to set in the fridge, then cut to small bites and enjoy!

o&o
m

2 comments:

  1. Úfff.....þetta er einum of girnilegt....sérstaklega í janúar þegar maður er í átaki ;

    Þarf að gera þetta einhvern daginn !

    Kristín Vald

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mæli hiklaust með þessu á næsta nammidegi :)

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...