29.1.15

Hans Wegner

Nú þegar ég sé fram á að vera að eignast stærra heimili, læt ég mig dreyma um að eignast loksins húsgagn eða húsgögn (ef ég er súper jákvæð) eftir uppáhalds húsgagnahönnuðinn minn, sem er Hans Wegner. Ég varð alveg ástfangin af hönnunni hans þegar ég var við nám í Danmörku, þá tók ég einn kúrs um danska húsgagnahönnun og heimsóttum við einnig listasafn í Kolding, þar sem ég sá með eigin augum nokkur af hans falleustu húsgögnum. Ég hreifst af fallegum línum, efniviðnum sem hann notaði og bara eiginlega öllu við húsgögnin hans.

Ég sé ennþá alveg ferlega mikið eftir því að hafa ekki fjárfest í húsgögnum eftir hann á meðan ég var í Danmörku, þar sem verð og úrval þar er mikið betra en hér á landi. Uppáhaldið mitt meðal húsgagna hans er Y-stólinn og mitt markmið er að eignast á þessu ári allavega einn slíkan stól, svo nú er bara  að sjá hvort það tekst :)

*********
Now that I am finally moving into a bigger house I can see my dream, of owning a piece of furniture by my favorite designer, hopefully coming true. I fell for Hans Wegner´s design while living in Denmark and still regret not buying a few pieces while living there...the price and choice of furniture is by far better than here. His Y-chair is an absolut favorit of mine and now I am making it my goal to obtain one of these chairs by the end of this year..we´ll see how it goes ;)

(source)
(source)
(source)


Enjoy your day
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...