25.4.14

Brunch...í kvöldmat? | Brunch...for dinner?

Ég elska brunch! Elska amerískar pönnukökur, beikon og allt tilbehörið. Þið getið því rétt svo ímyndað ykkur hvað ég var ánægð þegar við fengum einu sinni brunch í kvöldmat hjá góðum vinum okkar. Síðan þá hefur þetta verið nokkrum sinnum í kvöldmat hjá mér og alltaf slegið í gegn...hjá mér ;) og mínum mönnum. Þegar við fengum þetta hjá vinum okkar höfðu þau bætt ýmsu út í pönnukökurnar til að gera þær svona kvöldmatarlegri, s.s. pepperoni, sveppum, skinku og við gerum það stundum. En stundum höfum við þær bara venjulegar...með slatta af maple sírópi. Það er svo algert möst að hafa eggjahræru með og ekki spillir að hafa kartöflubáta, úr sætum eða venjulegum kartöflum.

Þessi póstur á sennilega ekki eftir að vinna nein hollustuverðlaun en ég mæli með að þið prufið að hafa svona í kvöldmat. Þið getið þá alltaf tekið góðan sprett eftir matinn...svona þegar þið eruð búin með eftirrétinn líka ;)

****

I love brunches...love the pancakes and the maple syrop, just the whole package. You can imagine my joy when we were invited to dinner at good friends and this was on the menu! Since then we sometimes have this for dinner at our house and the boys love it..and the parents as well ;)

Atlhough this post is probably not winning any health awards I recommend you try this for dinner sometimes. And if your conscience is giving you a hard time you could always go out for a run...after you´ve finished your desert that is ;)

Its Friday! Enjoy it :)
m

2 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...