23.12.12

Heimalagað góðgæti | Homemade treats

Þetta möndlubiscotti er tilvalið til að stinga með í pakkann...yndislegt að fá smá heimalagað gúmmelaði. Ég hafði aldrei bakað biscotti áður en smakkað hjá henni Stínu systur minni svo nú ákvað ég að prufa sjálf og lauma með í pakkann hjá sumum...segi ekki hverjum ;)

Þetta er ótrúlega einfalt og bragðast dásamlega - þó ég segi sjálf frá ;) Ég notaði þessa uppskrift en breytti aðeins...eins og Stína siss gerði...sum sé sleppti rúsínunum (ég og rúsínur erum yfirleitt ekki sammála, nema í rúsínukökunum hennar mömmu). Það sem við systurnar gerðum svo öðruvísi var að stinga möndlunum inn í ofn í ca. 8-10 mínútur eða þar til þær brúnast aðeins og saxa þær svo út í deigið. Möndlurnar sem ég notaði eru lífrænt ræktaðar og koma frá Sikiley, keyptar í frú Laugu...svona af því það eru jólin ;)

Mæli með að þið prufið - einfalt, svakalega gott...og yndislegur ilmur í húsið :)

****

Just baked my first biscottis and they are sooo good...I got the recipe here and will do my best to translate it asap. I didn´t follow the recipe completely; skipped the raisins and toasted the almonds before adding them to the dough. These biscottis are to die for and perfect addition to a christmas gift :)



Eigið ljúfa og stresslausa Þorláksmessu :)
m

2 comments:

  1. mmmmm.....hljómar vel :-) Þarf að prófa þetta !

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mæli með því! Þær eru dásamlegar og eru í útrýmingahættu hér á bæ ;)

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...